Þingflokksformaður Framsóknar: Ásmundur Einar alvarlega veikur Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2015 16:23 Þingflokkurinn kom saman í dag til að ræða vægðarlausa umfjöllun um uppköst Ásmunda Einars í flugvél fyrr í mánuðinum. visir/gva/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og sérlegur aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur verið greindur af lækni og þjáist hann af alvarlegum magabólgum. Hann liggur nú fyrir mjög veikur og er kominn í veikindaleyfi. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. „Þetta er meira en pest. Hann er fárveikur, er kominn í veikindaleyfi og er á sterkum lyfjum,“ segir Þórunn. Ásmundur Einar fékk greiningu hjá lækni áðan og hefur honum verið sagt að liggja fyrir. Og hvíla sig algerlega og mun það vera ástæðan fyrir því að hann hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag.Fólk tekið af lífi og óhróðri dreiftFréttaflutningur af því þegar Ásmundur Einar kastaði upp í flugvél, þannig að gusurnar gengu yfir farþega, hefur verið mjög áberandi í dag og í gær, og hafa fréttir þess efnis verið settar í samhengi við óhóflega áfengisneyslu þingmannsins. „Það er svo langt frá því að áfengisdrykkjan sé eitthvað vandamál hjá honum Ásmundi Einari,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að fjölmargir hafi gert sér mat úr þessum fregnum og virðist til að mynda einskonar íþrótt á Twitter vera að koma með brandara á kostnað Ásmundar Einars og þessa atviks. Þá hefur þingmaðurinn verið sakaður um að ljúga til um áfengisneyslu sína. Málið og umfjöllunin var tekin fyrir og rædd á þingflokksfundi Framsóknarmanna áðan. „Ekki eðlilegt hvernig hægt er að taka fólk fyrir á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum,“ segir Þórunn sem segir þetta vægðarlausa umfjöllun.Þingflokkurinn sleginn„Ótrúlegt hvernig fólk leyfir sér að taka einstakling fyrir og af lífi, dreifa óhróðri og hlusta jafnvel ekki á þá sem eru að segja rétt frá,“ segir Þórunn. Hún segir jafnframt að þingmenn flokksins séu slegnir yfir því hvernig hægt er að koma fram við fólk opinberlega. „Fólk gefur sér einhverja svona vitleysu. Fólk sem var með honum getur alveg borið vitni um hvernig þetta var.“En, má þetta mál þá heita til marks um að fjölmiðlar séu óvenju óvægnir í garð ykkar Framsóknarmanna? „Það getur vel verið að þetta sé hluti af því. En almennt held ég að umræða sé orðin alltof lítið ígrunduð. Fólk er alltaf að bregðast við einhverju og næra umræðu sem við viljum ekkert að sé í gangi. Fólk þarf stundum að leyfa sér að staldra við og skoða málin.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir #ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15 WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21 Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
#ásiaðfásér - Tíu tíst um uppsölu þingmannsins Notendur Twitter gerðu sér mat úr hrakförum Ásmunds Einars Daðasonar. 20. maí 2015 11:15
WOW fundar vegna flugfreyju í flugi Ásmundar Einars „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafultrúi WOW Air. 20. maí 2015 12:21
Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. 19. maí 2015 20:45