Var Ási að fá sér? Flugfarþegi segir þingmann hafa ælt á sig eftir ofdrykkju Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2015 20:45 Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis í flugi Wow Air nú á dögunum. Vísir Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Tvennum sögum fer af því hvort Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi verið undir áhrifum áfengis eður ei þegar hann kastaði upp í flugi Wow Air til Washington nú á dögunum. Sjálfur sagði þingmaðurinn fyrr í dag að hann hafi verið með magakveisu en bæði DV, sem fyrst greindi frá málinu, og Nútíminn segjast hafa það frá öðrum að hann hafi verið áberandi ölvaður í fluginu. Tinna Margrét Jóhannsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið meðal þeirra farþega sem Ásmundur kastaði upp á í fluginu. Hann hafi ælt yfir margar sætaraðir og fullt af fólki. Hún segir það ekki hafa farið á milli mála að þingmaðurinn hafi verið ofurölvi.„Kjaftæði“ að magakveisu hafi verið um að kenna „Hann bara stóð ekki í lappirnar, hann þurfti að styðja sig við staur þarna hjá vegabréfaeftirlitinu,“ segir Tinna. „Ég sá líka að flugfreyjurnar voru alltaf þarna. Hann var pissfullur bara, þetta var engin magakveisa. Það er bara kjaftæði.“ Tinna segist hafa spurt flugfreyjurnar út í málið eftir að Ásmundur ældi á hana og að þær hafi sagt henni að hann hafi verið búinn að drekka áfengi alla leiðina. Langt var liðið á flugið til Washington þegar Ásmundur kastaði upp en Tinna segir að hún og vinkona hennar hafi báðar fengið ælu á sæti sín. Bandaríkjamaður rétt hjá hafi þó fengið mest á sig og þurft að skipta um föt. „Hann yrti ekki á fólk,“ segir Tinna um viðbrögð Ásmundar Einars. „Hann baðst ekki afsökunar eða neitt, hann lét bara eins og ekkert hefði í skorist.“Á leið til læknis vegna kveisunnar Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Í samtali við DV fyrr í dag þvertók hann hinsvegar fyrir að hann hafi verið ofurölvi í fluginu og kenndi veikindum um. Heimildir Nútímans herma svo að í fluginu hafi Ásmundur gefið þær skýringar að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf. „Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri,” segir Ásmundur við DV. “Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.“ Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, hafa engar kvartanir borist til félagsins frá farþegum. Málið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í dag og netverjar slegið á létta strengi á Twitter með kassamerkinu #ásiaðfásér.#ásiaðfásér Tweets
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira