Íslenski boltinn

Hundrað marka maðurinn Atli Viðar | Sjáðu markasyrpuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Viðar Björnsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann skoraði sitt 100. mark í efstu deild.

Atli, sem var í byrjunarliði FH í fyrsta sinn í sumar, kom Fimleikafélaginu á bragðið gegn ÍA þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar. FH vann leikinn 4-1.

Þessi magnaði markaskorari hefur nú gert 100 mörk í 209 leikjum í efstu deild, eða 0,48 mörk að meðaltali í leik.

Aðeins þrír aðrir leikmenn hafa skorað yfir 100 mörk í efstu deild hér á landi; Tryggvi Guðmundsson (131), Ingi Björn Albertsson (126) og Guðmundur Steinsson (102).

Atli Viðar tekur nær örugglega framúr Guðmundi á þessu tímabili en það verður athyglisvert að sjá hversu mörg mörk Dalvíkingurinn skorar í viðbót á ferlinum en hann er fæddur árið 1980.

Í tilefni af þessum merka áfanga var sérstök markasyrpa til heiðurs Atla Viðari sýnd í Pepsi-mörkunum í gær.

Þessa skemmtilegu markasyrpu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×