Aron: Spurt af hverju sé verið að tala um þennan helvítis Kana Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2015 17:45 Íslendingurinn Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í fótbolta og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. Aron er í stuttu fríi á Íslandi áður en hann heldur til Bandaríkjanna í æfingabúðir landsliðsins fyrir tvo vináttuleiki gegn Hollandi og Þýskalandi. Aron byrjaði tímabilið með AZ meiddur en var frábær á lokasprettinum þar sem mörk hans tryggðu liðinu þriðja sætið í deildinni og farseðil í Evrópudeildina næsta vetur. „Ég áttaði mig á því hversu ótrúlega mikilvægt það er að taka undirbúningstímabil með liðinu. Þegar ég kem til baka eru allir í 100 prósent formi og því var mjög erfitt að koma inn í þetta,“ segir Aron. Hann var meiddur á HM í fyrra og upplifði erfiða tíma eftir heimsmeistaramótið þar sem hann var fyrsti Íslendingurinn til að spila. „Ég var meiddur í náranum og ökklanum og með hverjum deginum í Brasilíu bara versnaði þetta og versnaði. Maður gafst ekkert upp þar, það var enginn tími til þess. Maður hélt bara áfram og kannski of mikið.“vísir/gettyRifrildi við þjálfarann Þó hann væri orðinn heill var Aron samt á bekknum hjá AZ í byrjun nýs árs, en framherjinn var ekki sáttur við það. „Eftir jól lendi ég í smá rifrildi við þjálfarann. Mér fannst að ég ætti að vera að spila og hann var greinilega ekki sammála og tók mig úr liðinu,“ segir Aron. „Síðan kemur að því að maður þarf að leggja sig fram. Það þýðir ekkert að vera að væla þannig ég lagði meira á mig en allir aðrir og þegar ég loks fékk að spila nokkra leiki í byrjunarliðinu í röð fór þetta að detta inn. Það var ekki verra að skora 1-2 mörk.“ Aron á þrjú ár eftir af samningi sínum við AZ Alkmaar, en frammistaða hans undanfarin misseri hefur vakið athygli og er ekki útilokað að hann færi sig um set. „Nú taka við tveir rosalega flottir landsleikir á móti Hollandi og Þýskalandi og síðan getur allt gerst. Ég sætti mig alveg við að taka annað tímabil í Alkmaar en ef að eitthvað kemur upp sem er skemmtilegt og félagið er sátt og ég sáttur þá má skoða það,“ segir Aron. „AZ er í góðri stöðu því það þarf ekki að selja mig. Ef það kemur tilboð sem það er ekki sátt við þarf félagið ekki að taka því,“ bætir hann við, en er eitthvað að gerast í hans málum? „Það eru alltaf smá þreyfingar hér og þar og sérstaklega þegar maður endar tímabilið svona vel. Ég klaraði tímabilið mjög vel og þá dettur alltaf eitthvað inn. Þegar svona lítið er í gangi þá er óþarfi að vera tala um það. Þegar ekkert gerist svo lítur maður kjánalega úr,“ segir Aron.Aron Jóhannsson gæti verið í byrjunarliðinu í næstu leikjum bandaríska landsliðsins.vísir/gettySumir taka þessu verr en aðrir Ákvörðun Arons um að gerast bandarískur landsliðsmaður og spila ekki fyrir íslenska landsliðið vakti mikla athygli og nokkra reiði á sínum tíma. Honum hefur ekki enn verið fyrirgefið af öllum. „Það er ekkert sem ég tek persónulega. Stundum eru einhverjar fréttir á fótbolti.net eða 433 um mig og þá er fólk duglegt að skrifa athugasemdir og spyrja af hverju sé verið að tala um þennan helvítis Kana. Það er bara eins og gengur og gerist. Sumir taka þessu svoleiðis og aðrir ekki,“ segir Aron. „Ég er ekkert viðkvæmur fyrir þessu og kippi mér ekkert upp við þetta þegar ég sé svona. Í kringum HM og fyrir HM voru sumir fjölskyldumeðlimir sem tóku þetta meira inn á sig heldur en ég.“vísir/gettyÍsland fer á EM MLS-deildin í Bandaríkjunum hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Ein ástæða þess er vilji deildarinnar til að lokka bandaríska landsliðsmenn heim frá Evrópu, en margir hafa snúið aftur á síðustu tveimur árum. „Ég vona að í framtíðinni fái ég að spila þar. Ég vona það innilega. Sólarliðin eins og í LA og Flórída eru virkilega spennandi en maður kíkir bara á það sem býðst,“ segir Aron, en gæti það gerst í sumar? „Nei, ekki sem ég veit af allavega. Tímabilið er bara nýbúið hjá mér, en þegar það er í gangi er maður bara að hugsa um AZ. Maður kíkir kannski eitthvað á þetta í sumar.“ Aron er búinn að fara á eitt stórmót með Bandaríkjunum og vonast vitaskuld til að vera í hópnum á næstu mótum; Gullbikarnum og Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári. Hann er bjartsýnn á að Íslendingar komist á stórmót í fyrsta sinn og segist ætla að mæta á leikinn í Hollandi í ágúst verði hann ekki sjálfur upptekinn. „Ef strákarnir klára þetta tólfta júní [gegn Tékklandi] þá er þetta komið held ég. Það væri alveg frábært fyrir alla íslensku leikmennina og íslensku þjóðina að komast á stórmót. Ég vona svo innilega að það gerist. Ég mæti á leikinn gegn Hollandi ef ég verð ekki sjálfur í bandaríska landsliðinu. En vonandi verð ég áfram í því,“ segir Aron Jóhannsson. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Íslendingurinn Aron Jóhannsson, landsliðsmaður Bandaríkjanna í fótbolta og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, var í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. Aron er í stuttu fríi á Íslandi áður en hann heldur til Bandaríkjanna í æfingabúðir landsliðsins fyrir tvo vináttuleiki gegn Hollandi og Þýskalandi. Aron byrjaði tímabilið með AZ meiddur en var frábær á lokasprettinum þar sem mörk hans tryggðu liðinu þriðja sætið í deildinni og farseðil í Evrópudeildina næsta vetur. „Ég áttaði mig á því hversu ótrúlega mikilvægt það er að taka undirbúningstímabil með liðinu. Þegar ég kem til baka eru allir í 100 prósent formi og því var mjög erfitt að koma inn í þetta,“ segir Aron. Hann var meiddur á HM í fyrra og upplifði erfiða tíma eftir heimsmeistaramótið þar sem hann var fyrsti Íslendingurinn til að spila. „Ég var meiddur í náranum og ökklanum og með hverjum deginum í Brasilíu bara versnaði þetta og versnaði. Maður gafst ekkert upp þar, það var enginn tími til þess. Maður hélt bara áfram og kannski of mikið.“vísir/gettyRifrildi við þjálfarann Þó hann væri orðinn heill var Aron samt á bekknum hjá AZ í byrjun nýs árs, en framherjinn var ekki sáttur við það. „Eftir jól lendi ég í smá rifrildi við þjálfarann. Mér fannst að ég ætti að vera að spila og hann var greinilega ekki sammála og tók mig úr liðinu,“ segir Aron. „Síðan kemur að því að maður þarf að leggja sig fram. Það þýðir ekkert að vera að væla þannig ég lagði meira á mig en allir aðrir og þegar ég loks fékk að spila nokkra leiki í byrjunarliðinu í röð fór þetta að detta inn. Það var ekki verra að skora 1-2 mörk.“ Aron á þrjú ár eftir af samningi sínum við AZ Alkmaar, en frammistaða hans undanfarin misseri hefur vakið athygli og er ekki útilokað að hann færi sig um set. „Nú taka við tveir rosalega flottir landsleikir á móti Hollandi og Þýskalandi og síðan getur allt gerst. Ég sætti mig alveg við að taka annað tímabil í Alkmaar en ef að eitthvað kemur upp sem er skemmtilegt og félagið er sátt og ég sáttur þá má skoða það,“ segir Aron. „AZ er í góðri stöðu því það þarf ekki að selja mig. Ef það kemur tilboð sem það er ekki sátt við þarf félagið ekki að taka því,“ bætir hann við, en er eitthvað að gerast í hans málum? „Það eru alltaf smá þreyfingar hér og þar og sérstaklega þegar maður endar tímabilið svona vel. Ég klaraði tímabilið mjög vel og þá dettur alltaf eitthvað inn. Þegar svona lítið er í gangi þá er óþarfi að vera tala um það. Þegar ekkert gerist svo lítur maður kjánalega úr,“ segir Aron.Aron Jóhannsson gæti verið í byrjunarliðinu í næstu leikjum bandaríska landsliðsins.vísir/gettySumir taka þessu verr en aðrir Ákvörðun Arons um að gerast bandarískur landsliðsmaður og spila ekki fyrir íslenska landsliðið vakti mikla athygli og nokkra reiði á sínum tíma. Honum hefur ekki enn verið fyrirgefið af öllum. „Það er ekkert sem ég tek persónulega. Stundum eru einhverjar fréttir á fótbolti.net eða 433 um mig og þá er fólk duglegt að skrifa athugasemdir og spyrja af hverju sé verið að tala um þennan helvítis Kana. Það er bara eins og gengur og gerist. Sumir taka þessu svoleiðis og aðrir ekki,“ segir Aron. „Ég er ekkert viðkvæmur fyrir þessu og kippi mér ekkert upp við þetta þegar ég sé svona. Í kringum HM og fyrir HM voru sumir fjölskyldumeðlimir sem tóku þetta meira inn á sig heldur en ég.“vísir/gettyÍsland fer á EM MLS-deildin í Bandaríkjunum hefur vaxið og dafnað mikið undanfarin ár. Ein ástæða þess er vilji deildarinnar til að lokka bandaríska landsliðsmenn heim frá Evrópu, en margir hafa snúið aftur á síðustu tveimur árum. „Ég vona að í framtíðinni fái ég að spila þar. Ég vona það innilega. Sólarliðin eins og í LA og Flórída eru virkilega spennandi en maður kíkir bara á það sem býðst,“ segir Aron, en gæti það gerst í sumar? „Nei, ekki sem ég veit af allavega. Tímabilið er bara nýbúið hjá mér, en þegar það er í gangi er maður bara að hugsa um AZ. Maður kíkir kannski eitthvað á þetta í sumar.“ Aron er búinn að fara á eitt stórmót með Bandaríkjunum og vonast vitaskuld til að vera í hópnum á næstu mótum; Gullbikarnum og Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári. Hann er bjartsýnn á að Íslendingar komist á stórmót í fyrsta sinn og segist ætla að mæta á leikinn í Hollandi í ágúst verði hann ekki sjálfur upptekinn. „Ef strákarnir klára þetta tólfta júní [gegn Tékklandi] þá er þetta komið held ég. Það væri alveg frábært fyrir alla íslensku leikmennina og íslensku þjóðina að komast á stórmót. Ég vona svo innilega að það gerist. Ég mæti á leikinn gegn Hollandi ef ég verð ekki sjálfur í bandaríska landsliðinu. En vonandi verð ég áfram í því,“ segir Aron Jóhannsson. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira