Írar rísa undan skugga fortíðar með sögulegri atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira