Írar rísa undan skugga fortíðar með sögulegri atkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 19:15 Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti Íra samþykkti í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu sinnar tegundar að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. En samkynhneigð var ólögleg í landinu allt fram til ársins 1993. Kaþólska kirkjan og viðhorf hennar til samkynhneigðar hefur ráðið miku á Írlandi alla tíð, en fjöldi hneykslismála í þátíð og nútíð innan kirkjunnar hefur dregið mjög úr áhrifum hennar. Atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru talin í dag. Aodhan O'Riordain dóms- og jafnréttismálaráðherra Írlands segir að skilaðboð almennings í landinu gætu vart verið skýrari eftir að tveir þriðju hluti kjósenda sagði já við hjónabandi samkynhneigðra. „Ég er mjög stoltur af því að vera Íri í dag. Þetta hefur verið mikið tilfinningaferðalag fyrir það fólk sem hefur beitt sé í þessari umræðu. Gríðarlega margar persónulegar sögur hafa verið sagðar í herbergjum og sölum út um allt land og á öldum ljósvakans. Ég held að þessari þróun verði aldrei snúið við. Við höfum gefið afgerandi yfirlýsingu um það sem við trúum á,“ segir O'Riordain. Um tíma leit út fyrir að mjótt yrði á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en kannanir sýndu líka að úrslitin myndu ráðast mikið af þátttöku yngstu kjósendanna en kjörsókn var mjög góð. „Þetta eru mikilvæg skilaboð í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu í heimi um þessi mál til umheimsins. Þetta er gríðarlega sterk yfirlýsing sem styðst ekki við nauman meirihluta heldur yfirgnæfandi meirihluta,“ segir O'Riordain. Allir stjórnmálaflokkar landsins studdu tillöguna og þar var Sinn Féin engin undantekning. „Þetta hefur verið dásamleg herferð að taka þátt í. Fólk var spennt, hugsjónasamt, hamingjusamt og mjög jákvætt. Ég tel að þetta sé stór dagur fyrir jafnréttið,“ segir Gerry Adamns leiðtogi flokksins. Breyting viðhorfa í þessum efnum er mjög mikil á Írlandi miðað við sögu landsins. „Ástandið á Írlandi var furðulegt fyrir aðeins tíu til tuttugu árum, það var dökkt yfir landinu þar sem mörgum steinum var að lokum velt og alls kyns andstyggðar skordýr komu í ljós undir þeim. Það var ekki fyrr en 1993 sem við afglæpuðum samkynhneigðina. Tíu árum þar á undan var það enn álitið í lagi að menn nauðguðu eiginkonum sínum,“ segir Pat Carey fyrrverandi ráðherra. Mjög góð stemming er í miðborg Dyflinnar þar sem mikill fjöldi fólks kom saman í dag til að fagna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira