Loka þurfi um 75 prósent sjúkrarýma sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 19:20 "Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir Herdís. vísir/pjetur Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými. Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými.
Verkfall 2016 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira