„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 16:46 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir „Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“ Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“
Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06