„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 16:46 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir „Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“ Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“
Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent