„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 16:46 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir „Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“ Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“
Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06