Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum 30. ágúst 2012 16:06 Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns. Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis, að því er segir í tilkynningu. Með þessum kaupum eykur Síldarvinnslan aflaheimildir sínar í bolfiski umtalsvert. „Eftir þessi kaup hefur SVN yfir fjórum skipum að ráða til bolfiskveiða en ljóst er að þeim verður fækkað um eitt í hagræðingarskyni. Þá mun reksturinn allur verða endurskipulagður en stefnt er að því að gera bæði út frá Vestmanneyjum og Neskaupstað. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru í Neskaupstað, þar sem rekin er fiskimjölsverksmiðja og öflugt fiskiðjuver. Fyrirtækið rekur einnig fiskimjölsverksmiðjur á Seyðisfirði og í Helguvík. Þá tekur SVN þátt í rekstri fóðurverksmiðju á Akureyri og tengist útgerð á Akranesi." Aflaheimildir sem Bergur-Huginn hefur yfir að ráða nema um 5.000 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heimildirnar eru eingöngu bolfiskur. Samanlagðar aflaheimildir beggja félaganna nema um 10.000 þorskígildistonnum í bolfiski. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu félagsins í bolfiski. „Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu okkar í bolfiski sem við teljum vera rökrétt skref fyrir Síldarvinnsluna. Við skjótum þar með styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Við þessi kaup tökum við yfir umtalsverðar skuldir en með hagræðingu teljum við að þær verði viðráðanlegar. Við munum nota þetta tækifæri til að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að tryggja að útgerðin geti áfram skilað hagnaði. Bergur-Huginn verður rekið sem sjálfstætt félag. Við munum nota næstu mánuði til að skipuleggja þær breytingar sem ráðast þarf í og reyna að ljúka því verki ekki síðar en um áramótin. Öll óvissa í þessum efnum er óþægileg, ekki síst fyrir starfsfólkið og því mikilvægt að henni ljúki svo fljótt sem kostur er. Síldarvinnslan er sterkt félag sem ætlar sér að vera áfram í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum kaupum tökumst við á hendur miklar skuldbindingar. Það gerum við í trausti þess að stjórnvöld á hverjum tíma muni bera gæfu til að standa vörð um heilbrigt starfsumhverfi í sjávarútvegi." Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns. Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis, að því er segir í tilkynningu. Með þessum kaupum eykur Síldarvinnslan aflaheimildir sínar í bolfiski umtalsvert. „Eftir þessi kaup hefur SVN yfir fjórum skipum að ráða til bolfiskveiða en ljóst er að þeim verður fækkað um eitt í hagræðingarskyni. Þá mun reksturinn allur verða endurskipulagður en stefnt er að því að gera bæði út frá Vestmanneyjum og Neskaupstað. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru í Neskaupstað, þar sem rekin er fiskimjölsverksmiðja og öflugt fiskiðjuver. Fyrirtækið rekur einnig fiskimjölsverksmiðjur á Seyðisfirði og í Helguvík. Þá tekur SVN þátt í rekstri fóðurverksmiðju á Akureyri og tengist útgerð á Akranesi." Aflaheimildir sem Bergur-Huginn hefur yfir að ráða nema um 5.000 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heimildirnar eru eingöngu bolfiskur. Samanlagðar aflaheimildir beggja félaganna nema um 10.000 þorskígildistonnum í bolfiski. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu félagsins í bolfiski. „Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu okkar í bolfiski sem við teljum vera rökrétt skref fyrir Síldarvinnsluna. Við skjótum þar með styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Við þessi kaup tökum við yfir umtalsverðar skuldir en með hagræðingu teljum við að þær verði viðráðanlegar. Við munum nota þetta tækifæri til að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að tryggja að útgerðin geti áfram skilað hagnaði. Bergur-Huginn verður rekið sem sjálfstætt félag. Við munum nota næstu mánuði til að skipuleggja þær breytingar sem ráðast þarf í og reyna að ljúka því verki ekki síðar en um áramótin. Öll óvissa í þessum efnum er óþægileg, ekki síst fyrir starfsfólkið og því mikilvægt að henni ljúki svo fljótt sem kostur er. Síldarvinnslan er sterkt félag sem ætlar sér að vera áfram í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum kaupum tökumst við á hendur miklar skuldbindingar. Það gerum við í trausti þess að stjórnvöld á hverjum tíma muni bera gæfu til að standa vörð um heilbrigt starfsumhverfi í sjávarútvegi."
Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira