Þurfa að fá 2/3 atkvæða annars verður önnur umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998 og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. Vísir/EPA Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30