Þurfa að fá 2/3 atkvæða annars verður önnur umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998 og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. Vísir/EPA Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30