Sigurræða Blatters: Ég er ekki fullkominn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2015 17:37 Sepp Blatter rífur í spaðann á Issa Hayatou. vísir/getty „Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter. FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
„Kæru félagar, þið hafið fyrir framan ykkur forseta FIFA. Vinsamlega klappið fyrir honum.“ Þetta sagði Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, er hann stóð við hliðina á Sepp Blatter á sviðinu á ársþingi FIFA sem lauk í dag.Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í dag þegar prins Ali bin Hussein dró framboð sitt til baka eftir að fá aðeins 73 atkvæði í fyrstu umferð. Það var við hæfi að Issa Hayatou kynnti Blatter á sviðið þar sem Afríka stendur þétt við bakið á Svisslendingnum. Eftir lófaklapp og smá baul úr salnum þakkaði Blatter fundargestum fyrir.Prins Ali náði ekki kjöri.vísir/getty„Fyrst og fremst vil ég hrósa prins Ali og þakka honum fyrir,“ sagði Blatter. „Prins Ali var keppinautur og áskorandi sem fékk góða kosningu. Hann hefði auðveldlega getað haldið áfram í von um að fá fleiri atkvæði.“ „Að því sögðu þakka ég ykkur fyrir að kjósa mig áfram. Næstu fjögur árin verð ég skipstjóri á FIFA-skipinu sem við munum skila aftur til hafnar.“ „Fyrir fjórum árum var mikið af vandræðum sem við þurftum að afgreiða og ég lét ykkur sjá um það. Ég skoraði á ykkur. „En nú eru vandamál sem við þurfum að leysa innan sambandsins,“ sagði Blatter og talaði einnig um að hann vildi fá fleiri konur í nefndarstörfin. Blatter, sem hefur kvartað yfir því á þinginu að honum sé kennt um spillinguna innan sambandins, ítrekaði enn og aftur að hann ætlar að endurbyggja FIFA. „Ég tek á mig ábyrgðina að endurbyggja FIFA. Ég er viss um að við gerum það saman,“ sagði Blatter. „Ég mun skila af mér FIFA í mjög sterkri stöðu að lokinni forsetatíð minni. En við þurfum að vinna saman.“ „Ég er ekki fullkominn. Enginn er fullkominn, en við munum standa okkur saman. Sameinuð stöndum við. Höldum áfram, FIFA! Þakka ykkur fyrir,“ sagði sigurreifur Sepp Blatter.
FIFA Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Sprengjuhótun á ársþingi FIFA og allir þurftu að yfirgefa þingsalinn Það gengur ýmislegt á í upphafi 65. ársþings FIFA nú þegar styttist í hinar umdeildu forsetakosningar alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fara fram seinna í dag. 29. maí 2015 12:04
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30