Kokkurinn á Tjöruhúsinu: Greiðir 39 milljón króna sekt vegna skattsvika Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. maí 2015 08:29 Magnús hefur starfað á Ísafirði. Vísir/Rósa Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 39 milljóna sektar sem renna skal í ríkissjóðs vegna brota sinna gegn skatta- og bókhaldsreglum. Magnús játaði að fullu. Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Vesturlands. Magnús var ákærður seint á síðasta ári og honum gefið að sök að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né virðisaukaskattsskýrslum á árunum 2006 til 2011. Var talið að með því hafi hann skotið rúmlega 19,5 milljónum króna undan skatti. Þá var Magnúsi einnig gefið að sök að hafa ekki haldið lögboðað bókhald og varðveitt fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna atvinnustarfsemi sinnar.Sjá einnig: Kokkurinn á Tjöruhúsinu sakaður um skattsvikHann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og brot hans voru talin meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Magnús taldi að við ákvörðun refsingar ætti að líta til þess „að þrátt fyrir að hann hafi ekki haldið bókhald og því liggi ekki fyrir gögn um að hann hafi greitt virðisaukaskatt til frádráttar álögðum skatti sé ljóst að um slíka reikninga var að ræða. Því sé tjón ríkissjóðs vegna brota hans ekki í samræmi við þær tölur sem fram koma í ákæru. Þá kveðst ákærði nú hafa komið skattamálum sínum í rétt horf og sé launamaður,“ að því er segir í dóminum. Því var hafnað alfarið að hægt væri að líta til gagna sem ekki hafa verið lögð fram. Magnús hefur tvisvar áður verið sakfelldur og dæmdur til refsingar vegna brota gegn skattalögum. Annars vegar árið 1998 og hins vegar 2005. Dóminn má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu, var dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 39 milljóna sektar sem renna skal í ríkissjóðs vegna brota sinna gegn skatta- og bókhaldsreglum. Magnús játaði að fullu. Dómurinn var kveðinn upp af Héraðsdómi Vesturlands. Magnús var ákærður seint á síðasta ári og honum gefið að sök að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né virðisaukaskattsskýrslum á árunum 2006 til 2011. Var talið að með því hafi hann skotið rúmlega 19,5 milljónum króna undan skatti. Þá var Magnúsi einnig gefið að sök að hafa ekki haldið lögboðað bókhald og varðveitt fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna atvinnustarfsemi sinnar.Sjá einnig: Kokkurinn á Tjöruhúsinu sakaður um skattsvikHann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og brot hans voru talin meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Magnús taldi að við ákvörðun refsingar ætti að líta til þess „að þrátt fyrir að hann hafi ekki haldið bókhald og því liggi ekki fyrir gögn um að hann hafi greitt virðisaukaskatt til frádráttar álögðum skatti sé ljóst að um slíka reikninga var að ræða. Því sé tjón ríkissjóðs vegna brota hans ekki í samræmi við þær tölur sem fram koma í ákæru. Þá kveðst ákærði nú hafa komið skattamálum sínum í rétt horf og sé launamaður,“ að því er segir í dóminum. Því var hafnað alfarið að hægt væri að líta til gagna sem ekki hafa verið lögð fram. Magnús hefur tvisvar áður verið sakfelldur og dæmdur til refsingar vegna brota gegn skattalögum. Annars vegar árið 1998 og hins vegar 2005. Dóminn má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira