Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:16 "Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. vísir/pjetur Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira