Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:16 "Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. vísir/pjetur Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira