Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2015 13:51 Bjarni Benediktsson telur að með breytingunum megi færa þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist vilja gera umbætur á þingsköpum í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist sannfærður um að þess sé þörf til að gera starf þingsins skilvirkara og auka afköst þess. „Við þurfum að horfast í augu við að núgildandi reglur bjóða heim hættunni á að þegar ágreiningur ríkir um mál leysist þingið upp í opinn vettvang fyrir rifrildi sem engu skilar fyrir samfélagið. Það leiðir aftur til þess að dregur úr virðingu fyrir þingstörfunum,“ segir Bjarni í færslunni. „Menn mala fram á nótt, taka marga þingdaga í að ræða tiltölulega einföld mál til að styrkja stöðu sína þegar dregur nær þinglokum. Við erum í þessum sporum í dag. Einu sinni enn.“ Bjarni segist ekki vera að hnýta í stjórnarandstöðuna með færslu sinni og því ekki að saka hana um að „gera annað en ég hefði mögulega gert við sömu aðstæður og við sömu reglur,“ eins og hann kemst að orði. Hann leggur þá til fjórar breytingar á þingstörfum sem hann telur að þingheimur eigi að hugleiða. 1. Mál fái ákveðinn takmarkaðan tíma til umræðu. 2. Völd forseta til að stjórna þingstörfum aukin. 3. Minnihlutavernd aukin til jafnvægis við 1 og 2. 4. Mál sem ekki er lokið á þingvetri lifi áfram innan kjörtímabils – sem ekki verður hrint í framkvæmd án stjórnarskrárbreytingar. Með þessum breytingum telur Bjarni að færa megi þingstörfin nær því sem þekkist víða erlendis. „Það er ekkert eðlilegt við fyrirkomulag sem hefur hvata til að tefja og draga afgreiðslu allra mála þannig að semja þurfi að vori um þau mál sem ,,má" greiða atkvæði um. Önnur falli niður,“ segir Bjarni. Þetta leiði þá til þess að lengja þurfi þingstörfin svo að þingheimur haldi ekki starfsáætlun. „Við erum tiltölulega fámenn þjóð. Það á ekki að vera flóknara hér á landi en hjá mun fjölmennari þjóðum að nota almanaksárið til að ljúka helstu lagabreytingum sem meirihluti er fyrir hjá lýðræðislega kjörnu þingi,“ segir Bjarni.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira