Enski boltinn

Sjáðu kveðjuviðtalið við Gerrard

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, lék sinn síðasta heimaleik fyrir Liverpool í dag eins og flestir vita.

Liverpool tapaði 1-3 fyrir Crystal Palace á heimavelli í dag og ljóst var að ekki um draumaendi Gerrard að ræða.

Gerrard er einn farsælasti, ef ekki farsælasti, leikmaður Liverpool. Hann hefur leikið 502 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 119 mörk. Hann var meðal annars í liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu 2005 í dramatískum leik við AC Milan.

Hér að ofan má sjá viðtal LFCTV við Gerrard strax að leik loknum, en þar má einnig heyra magnaða söngva stuðningsmanna sem þökkuðu sínum manni heldur betur vel fyrir allt sem  hann hefur gert fyrir þá.


Tengdar fréttir

Frammistaða Gerrard í Istanbul ein sú besta í úrslitaleik

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, segir að frammistaða Steven Gerrard í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni 2005 sé ein besta frammistaða manns í úrslitaleik í manna minnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×