Enski boltinn

Sjáðu Gerrard leiða Liverpool út á Anfield í síðasta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, leiddi sína menn út á Anfield í síðasta skipti í dag, en stemningin var rafmögnuð. Gerrard yfirgefur Liverpool eftir tímabilið og gengur í raðir LA Galaxy.

Gerrard leikur í dag sinn síðasta heimaleik fyrir Liverpool, en Liverpool er að spila gegn Crystal Palace í þessum töluðu orðum.

Fyrirliðinn fékk höfðinglegar móttökur, en bæði lið stóðu heiðursvörð fyrir Gerrard. Síðan var sungið og sungið fyrir kappann sem naut, að sjálfsögðu, augnabliksins.

Þessar frábæru myndir má sjá í spilaranum hér að ofan, en beina lýsingu frá leiknum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×