Enski boltinn

Frammistaða Gerrard í Istanbul ein sú besta í úrslitaleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu á dögunum.
Félagarnir á góðri stundu á dögunum. vísir/afp
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, segir að frammistaða Steven Gerrard í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni 2005 sé ein besta frammistaða manns í úrslitaleik í manna minnum.

„Þetta var rosaleg stund. Hann var í lykilhlutverki í endurkomunn, en spilaði þrjár eða fjórar mismunandi stöður í leiknum. Frammistaða hans var ein sú besta sem þú átt eftir að sjá í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,” sagði Carragher aðspurður um frammistöðu Gerrard í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni 2005.

Liverpool lenti þá 3-0 undir og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik náði Liverpool þó að jafna metin og unnu leikinn svo að lokum í vítaspyrnukeppni.

„Hann endaði nánast sem hægri bakvörður í framlengingunni og þetta var alvöru fyrirliða frammistaða, eins og þú býst við. Til að vera hreinskilinn voru tilfinningarnar blendnar, en við vorum að átta okkur á því hvað við höfðum unnið og hann var í miðjunni á því.”

Carragher segir að Gerrard muni alltaf vera minnst sem miklum höfðingja hjá Liverpool og hann hættir ekkert að hrósa fyrirliðanum.

„Hann hefur alltaf verið mikið og stórt dæmi hjá klúbbnum, en sérstaklega þegar ungir leikmenn eru að koma í gegnum félagið því hann er uppalinn. Hann hefur komið í gegnum kerfið og er búinn að gera allt það sem þeir vilja gera - vera aðalhetjan hjá Liverpool, vera aðalkallinn.”

„Öllum ungum leikmönnum í Liverpool akademíunni langar að vera eins og hann. Ég er viss um að öllum leikmönnum langi að vera eins og Steven Gerrard. Öllum ungu strákunum langar að tala við hann og hann hefur verið mjög hjálpsamur við ungu leikmennina.”

Þessi fyrrum leikmaður, Carragher, fór um víðan völl í samtalinu, sem má lesa í heild sinni hér, en þar talar hann einnig um hvort það að Gerrard hafi ekki unnið deildina muni skyggja á hans feril, hvaða þjálfarar spiluðu stærstan þátt í framgöngu Gerrard og hvernig leikmanni honum verður minnst sem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×