Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2015 16:41 Hildur mælir fyrir þessari tillögu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Getty Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar. Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja leyfa eigendum kaffihúsa, veitingastaða og annarra samkomustaða að hafa svigrúm til að leyfa dýrahald ef þeir óska. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fer fyrir tillögunni. „Allt gæludýrahald hefur breyst,“ sagði Hildur þegar Vísir náði af henni tali. „Allar rannsóknir sýna að það er betra að hafa gæludýr en ekki. Það lífgar uppá og gerir borgarumhverfið betra að hafa þau sem víðast. Þótt auðvitað þurfi að huga vel að hreinlæti, ofnæmisvöldum og öðrum álitamálum sem sjálfsagt er að taka tillit til.“ Ríkið setur sveitarfélögum skorður Tillagan sem Hildur talar fyrir gengur út á að borgarstjórn sammælist um að beina því til ríkisvaldsins að sveitarfélögunum verði í sjálfsvald sett hvernig þau vilja haga reglum um hollustuhætti og matvæli. Eins og staðan er núna er í gildi reglugerð um hollustuhætti sem bannar aðgang gæludýra að ákveðnum stöðum og gildir hún yfir allt landið. Hjálparhundar fatlaðs fólks fá undanþágu frá reglum reglugerðarinnar sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Sveitarfélögin hafa síðan frelsi til þess að setja þrengri reglur um gæludýrahald en ekki opnari heldur en reglugerðin kveður á um.Málið snýst um frelsi Hildur segir því í fyrstu þurfa að færa þessa reglusetningu frá ríkinu til sveitarfélaga. Svo vonar hún að sveitarfélögin hagi reglum sínum þannig að stöðum verði svo í kjölfarið frjálst að stýra því hvort að gæludýrum er veittur aðgangur eða ekki. Staðirnir stýra því þá hvernig þeir haga reglum á eigin stað og afleiðingin verður að kúnnar hafa val um hvort þeir sækja stað sem leyfir gæludýrahald eða ekki. „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ Hildur segir tillöguna eiga við alla opinbera staði svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum og svo framvegis. „Í rauninni er þetta frelsismál,“ segir Hildur. Að hennar mati er eðlilegt að borgarstjórn sammælist um þetta þar sem stefna borgaryfirvalda hefur verið að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir það hlutverk borgaryfirvalda að tryggja gæði í borginni fyrir íbúa og það sé örðugt að vera með gæludýr í húsi með engum garði ef dýrið er ekki velkomið neins staðar.
Tengdar fréttir Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51 Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32 Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Gæludýrin með í strætó Undirskriftasöfnun komin upp í um 3.200 nöfn þegar þetta er skrifað: Skorað á Strætó að rýmka reglur. 27. febrúar 2015 09:51
Vilja gæludýrin í strætó Búið er að opna undirskriftarlista á netinu um að Strætó leyfi fólki að taka gæludýr sín með sér. 26. febrúar 2015 08:32
Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. 7. maí 2015 13:33