Innlent

Vilja gæludýrin í strætó

Samúel Karl Ólason skrifar
Við söfnunina segir að hægt væri að búa til nýtt fyrirkomulag og að til þess væri hægt að notast við reglur sem þegar séu til staðar víða í Evrópu.
Við söfnunina segir að hægt væri að búa til nýtt fyrirkomulag og að til þess væri hægt að notast við reglur sem þegar séu til staðar víða í Evrópu. Vísir/Getty/GVA
„Það eru sjálfsögð réttindi fólks að taka með sér gæludýr í strætó.“ Þetta stendur við undirskriftarsöfnun á netinu, þar sem markmiðið er að fá Strætó BS til að leyfa gæludýr í strætisvögnum sínum.

Við söfnunina segir að hægt væri að búa til nýtt fyrirkomulag og að til þess væri hægt að notast við reglur sem þegar séu til staðar víða í Evrópu. Sumstaðar sé rukkað hluti af gjaldi fyrir gæludýr og bílstjórar gætu vísað dýrum frá, kæmu upp aðstæður sem gæfu tilefni til þess.

Þegar þetta er skrifað hafa 1.736 undirskriftir safnast, en markmið söfnunarinnar er fimm þúsund undirskriftir fyrir 20. mars.

„Gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu fólks en núverandi fyrirkomulag, bæði varðandi húsnæði, samgöngur og opinbera staði kemur í veg fyrir að dýraeigendur geti veitt dýrunum sínum það góða líf sem þau eiga skilið.“

Sem dæmi er nefnt að leyfilegt sé að taka hunda í taumi í almenningssamgöngur í London án þess að greiða fyrir það. Nema bílstjóra finnist ógn stafa af dýrinu eða þá hann haldið að það gæti valdið öðrum farþegum óþægindum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.