Gæludýrin með í strætó Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2015 09:51 Andri Kárason rafeindavirki hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Strætó BS að leyfa gæludýr í vögnum sínum. Hundaeigendum þykir mjög að sér sótt í samfélaginu; gagnvart þeim blómstri stífni þjóðarsálarinnar og menn leggi lykkju á leið sína til að gera þeim allt til óþurftar til að fá útrás fyrir stjórnlyndi sitt og reglugerðafestu – því oft er vandséð hvaða skaði ætti að fylgja. Vísir hefur fjallað um málið og meðal annars rætt við Guðfinn Sigurvinsson fjölmiðlamann sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hefur búið erlendis, komið víða við um heim allan og bendir á að í stórborgum eins og New York og víða í nágrannalöndunum er miklu meira frjálsræði hvað hundahald varðar. „Þar gengur daglegt líf sinn vanagang og engum dettur í hug þar að herða tökin og setja íþyngjandi reglur og lög sem skerða ferðafrelsi hundaeigenda. Af hverju þarf Ísland að vera öðruvísi? Er fólki hér minna treystandi til að fara með þetta frelsi en öðrum borgurum hins vestræna heims? Valda íslenskir hundar meiri smithættu eða ofnæmi eða eru Íslendingar viðkvæmari fyrir en aðrir íbúar heimsins?“Kemst ekki í heimsóknir með KáraNú hefur verið efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem farið er fram á það við Strætó BS að heimilað verði að taka með sér gæludýr í strætó. Andri Kárason rafeindavirki, en hann starfar sem tæknimaður/leiðbeinandi í Örtækni,er sá sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni, og hann segir að þetta ætti að heyra til sjálfsagðra réttinda fólks. Sjálfur er hann hundaeigandi, hann á Kára sem er þriggja ára lúxusblanda, að sögn eigandans sem fékk hann í gegnum dýrahjálp. „Ég hef notað strætó í nokkur ár og mér hefur alltaf fundist það leiðinlegt að geta ekki tekið Kára með mér ef ég er að fara langt. Svo er ég nýlega fluttir í Breiðholtið og ef ég er að fara út, þá eru það yfirleitt langar vegalengdir sem ég er að fara, og því verð ég oft að skilja hann einan eftir. Kári er mikil félagsvera og það er sorglegt að geta ekki tekið hann með í heimsóknir sem og aðra áfangastaði,“ segir Andri.Þrengt að gæludýraeigendumUndirskriftasöfnunin hófst 20. febrúar og því óhætt að segja að margir eru sammála Andra í þessum efnum. En, finnst honum þrengt að gæludýraeigendum? „Já mér finnst það. Eins og staðan er í dag þá má ekki fara með dýr í strætó, á kaffihús, í búðir og verslanir og fleiri staði. Mér finnst að það mætti slaka aðeins á þessum takmörkunum, og held að það væri frábær hugmynd að byrja á því að leyfa þeim að fara í strætó. Það eitt og sér opnar fyrir nýjan heim fyrir gæludýraeigendur.“ Andri bendir jafnframt á að gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu og hann telur einsýnt að búa megi til reglur um nýtt fyrirkomulag, og styðjast þá við reglur sem eru til víða í Evrópu varðandi þessi mál, þar sem víðast hvar er talsvert meira frjálsræði en hér tíðkast, Íslendingar virðast ganga lengst allra í takmörkunum, einhverra hluta vegna.Hundar mega hvergi veraMálið var til umfjöllunar Í bítinu í morgun og þar var rætt við Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismanns. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni hvað varðar hundamenningu, þó hundaeign hafi vaxið. Viðhorfið virðist þannig að hundurinn eigi helst hvergi að sjást. Hundaeigendur kvarta undan því að þeir séu hliðsettir og megi hvergi vera með hundana sína. „Hugarfarið er enn á banntímanum hjá stórum hluta almennings,“ segir Ólína meðal annars í athyglisverðu viðtali. „Hundaeigendur eru eins og annars flokks borgarar. Og verða stundum fyrir áreiti fyrir að vera með hund í almenningsrými.“ Vísir setti sig í samband við upplýsingafulltrúa Strætó BS, sem er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, og segir hún að Strætó BS fagni þessu framtaki Andra. „Í næstu viku mun hefjast vinna varðandi útfærslu á þessu, til að vinna að reglum í tengslum við að leyfa gæludýr í Strætó,“ segir Guðrún Ágústa. En, gæludýr hafa verið bönnuð í almenningsvögnum frá upphafi aksturs á höfuðborgarsvæðinu.Hér má sjá umfjöllun fjölmiðla um hund sem notast við strætisvagna í Seattle í Bandaríkjunum til að komast í hundagarð. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Andri Kárason rafeindavirki hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Strætó BS að leyfa gæludýr í vögnum sínum. Hundaeigendum þykir mjög að sér sótt í samfélaginu; gagnvart þeim blómstri stífni þjóðarsálarinnar og menn leggi lykkju á leið sína til að gera þeim allt til óþurftar til að fá útrás fyrir stjórnlyndi sitt og reglugerðafestu – því oft er vandséð hvaða skaði ætti að fylgja. Vísir hefur fjallað um málið og meðal annars rætt við Guðfinn Sigurvinsson fjölmiðlamann sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hefur búið erlendis, komið víða við um heim allan og bendir á að í stórborgum eins og New York og víða í nágrannalöndunum er miklu meira frjálsræði hvað hundahald varðar. „Þar gengur daglegt líf sinn vanagang og engum dettur í hug þar að herða tökin og setja íþyngjandi reglur og lög sem skerða ferðafrelsi hundaeigenda. Af hverju þarf Ísland að vera öðruvísi? Er fólki hér minna treystandi til að fara með þetta frelsi en öðrum borgurum hins vestræna heims? Valda íslenskir hundar meiri smithættu eða ofnæmi eða eru Íslendingar viðkvæmari fyrir en aðrir íbúar heimsins?“Kemst ekki í heimsóknir með KáraNú hefur verið efnt til undirskriftasöfnunar á netinu þar sem farið er fram á það við Strætó BS að heimilað verði að taka með sér gæludýr í strætó. Andri Kárason rafeindavirki, en hann starfar sem tæknimaður/leiðbeinandi í Örtækni,er sá sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni, og hann segir að þetta ætti að heyra til sjálfsagðra réttinda fólks. Sjálfur er hann hundaeigandi, hann á Kára sem er þriggja ára lúxusblanda, að sögn eigandans sem fékk hann í gegnum dýrahjálp. „Ég hef notað strætó í nokkur ár og mér hefur alltaf fundist það leiðinlegt að geta ekki tekið Kára með mér ef ég er að fara langt. Svo er ég nýlega fluttir í Breiðholtið og ef ég er að fara út, þá eru það yfirleitt langar vegalengdir sem ég er að fara, og því verð ég oft að skilja hann einan eftir. Kári er mikil félagsvera og það er sorglegt að geta ekki tekið hann með í heimsóknir sem og aðra áfangastaði,“ segir Andri.Þrengt að gæludýraeigendumUndirskriftasöfnunin hófst 20. febrúar og því óhætt að segja að margir eru sammála Andra í þessum efnum. En, finnst honum þrengt að gæludýraeigendum? „Já mér finnst það. Eins og staðan er í dag þá má ekki fara með dýr í strætó, á kaffihús, í búðir og verslanir og fleiri staði. Mér finnst að það mætti slaka aðeins á þessum takmörkunum, og held að það væri frábær hugmynd að byrja á því að leyfa þeim að fara í strætó. Það eitt og sér opnar fyrir nýjan heim fyrir gæludýraeigendur.“ Andri bendir jafnframt á að gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu og hann telur einsýnt að búa megi til reglur um nýtt fyrirkomulag, og styðjast þá við reglur sem eru til víða í Evrópu varðandi þessi mál, þar sem víðast hvar er talsvert meira frjálsræði en hér tíðkast, Íslendingar virðast ganga lengst allra í takmörkunum, einhverra hluta vegna.Hundar mega hvergi veraMálið var til umfjöllunar Í bítinu í morgun og þar var rætt við Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismanns. Hún segir Íslendinga aftarlega á merinni hvað varðar hundamenningu, þó hundaeign hafi vaxið. Viðhorfið virðist þannig að hundurinn eigi helst hvergi að sjást. Hundaeigendur kvarta undan því að þeir séu hliðsettir og megi hvergi vera með hundana sína. „Hugarfarið er enn á banntímanum hjá stórum hluta almennings,“ segir Ólína meðal annars í athyglisverðu viðtali. „Hundaeigendur eru eins og annars flokks borgarar. Og verða stundum fyrir áreiti fyrir að vera með hund í almenningsrými.“ Vísir setti sig í samband við upplýsingafulltrúa Strætó BS, sem er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, og segir hún að Strætó BS fagni þessu framtaki Andra. „Í næstu viku mun hefjast vinna varðandi útfærslu á þessu, til að vinna að reglum í tengslum við að leyfa gæludýr í Strætó,“ segir Guðrún Ágústa. En, gæludýr hafa verið bönnuð í almenningsvögnum frá upphafi aksturs á höfuðborgarsvæðinu.Hér má sjá umfjöllun fjölmiðla um hund sem notast við strætisvagna í Seattle í Bandaríkjunum til að komast í hundagarð.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira