Innlent

Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur

Bjarki Ármannsson skrifar
Ekki er spáð kjöraðstæðum fyrir til dæmis grillveislu um helgina.
Ekki er spáð kjöraðstæðum fyrir til dæmis grillveislu um helgina. Vísir/Getty
Ekki er útlit fyrir mjög sumarlegt veður nokkurs staðar á landinu á fimmtudags- eða laugardagskvöld í þessari viku og því allt eins gott að halda hverskyns Eurovision-samkomur innandyra. María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í söngkeppninni, keppir í undankeppninni á fimmtudagskvöld og svo vonandi á úrslitakvöldinu á laugardagskvöld.

Næsta fimmtudag er spáð rigningu á höfuðborgarsvæðinu og aðeins um fjögurra til fimm stiga hita um kvöldið. Blautu og frekar köldu veðri er einnig spáð á Vestfjörðum og á Suðurlandi, en á Norðurlandi og Austurlandi verður skýjað og hiti við frostmark. Þá er slydduél spáð framan af kvöldi á Norðurlandi.

Ekki er spáin skárri fyrir laugardagskvöldið. Suðvestanlands og á Vestfjörðum er spáð rigningu og skúraveðri á Suðurlandi. Þá á áfram að verða skýjað norðan- og austan til um kvöldið og hiti á bilinu tvö til fimm stig. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×