Erlent

Tugþúsundir hafa flúið Ramadi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sameinuðu þjóðirnar hafa komið upp hjálparbúðum þar sem vatni, mat og lyfjum er dreift.
Sameinuðu þjóðirnar hafa komið upp hjálparbúðum þar sem vatni, mat og lyfjum er dreift. Vísir/AFP
25 þúsund hafa flúið borgina Ramadi síðstu daga eftir að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið tóku borgina yfir. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa komið upp hjálparbúðum til að aðstoða flóttafólkið en hafa einnig varað við því að neyðarbyrgðir í landinu séu senn á þrotum. Hjálparsamtök vinna að því að dreifa vatni, mat og lyfjum til íbúa. 

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa flestir þeir sem flúið hafa Ramadi farið til höfuðborgarinnar Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×