Enski boltinn

Messan: Umræða um kveðjuleik Gerrard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir í Messunni fjölluðu um kveðjuleik Stevens Gerrard á Anfield í þætti gærdagsins.

„Auðvitað var þetta stórt augnablik, og auðvitað átti þetta að vera svona, en leikmennirnir urðu að gíra sig upp til að spila leikinn,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson sem var gestur þeirra Guðmundar Benediktssonar og Hjörvars Hafliðason í þættinum.

Liverpool tapaði leiknum 1-3 en dagurinn snerist allur um Gerrard sem var að kveðja stuðningsmenn Rauða hersins eftir 17 ára glæsilegan feril hjá félaginu.

„Þetta er einstakur ferill sem hann hefur átt,“ sagði Hjörvar og bætti við:

„Ég er ekki að reyna að vera kaldhæðinn eða leiðinlegur en mér fannst leiðinlegt að þetta skyldi fara svona. Maður hefði viljað sjá hann vinna þennan fótboltaleik.

„Kannski var þetta of mikið? Það var eins og enginn annar hefði nokkurn tímann hætt í fótbolta áður,“ sagði Hjörvar en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Gerrard: Liverpool er í góðum höndum hjá Rodgers

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að stuðningsmenn Liverpool séu þeir langbestu stuðningsmenn í heiminum. Hann segir félagið vera í góðum höndum með góðan framkvæmdarstjóra og góðar eigendur.

Sjáðu kveðjuviðtalið við Gerrard

Steven Gerrard, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, lék sinn síðasta heimaleik fyrir Liverpool í dag eins og flestir vita.

Frammistaða Gerrard í Istanbul ein sú besta í úrslitaleik

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú knattspyrnuspekingur á Sky Sports, segir að frammistaða Steven Gerrard í úrslitaleiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni 2005 sé ein besta frammistaða manns í úrslitaleik í manna minnum.

Þorir einhver í áttuna hans Gerrard?

Steven Gerrard kvaddi Anfield eftir 17 ár. Mátti þola tap í sínum síðasta leik. Hver tekur við leiðtogahlutverkinu og hver ætlar næstur í treyju númer átta?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×