Enski boltinn

Gerrard: Liverpool þarf að kaupa gæða leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers og Steven Gerrard.
Brendan Rodgers og Steven Gerrard. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, spilar sinn síðasta heimaleik á Anfield á laugardaginn og kveður uppeldisfélagið sitt og ensku úrvalsdeildina um aðra helgi.

Gerrard vonast til að Liverpool geti haldið ungu stjörnunum Raheem Sterling og Jordan Ibe, en hann segir liðið þurfa á gæða leikmönnum að halda ætli Liverpool að taka næsta skref.

„Við erum með kjarna af leikmönnum sem eru virkilega efnilegir. Nú vona ég bara að eigendurnir styðji Rodgers á ný og kaupi til liðsins gæða leikmenn sem hjálpa liðinu að taka næsta skref á næsta ári,“ segir Gerrard.

„Við vorum ansi nálægt því að ná árangri í nokkrum bikarkeppnum í ár sem og fjórða sætinu í deildinni. Það gerðum við eftir að missa kannski besta leikmann heims í fyrra, Luis Suárez.“

„Við vorum einnig án okkar besta framherja, Daniel Sturridge, en að vera svona nálægt hlutunum án þeira finnst mér allt í lagi. Við getum gert betur á næsta ári,“ segir Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×