Íslenski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Leiknis í efstu deild og ótrúlegt mark Ívars

Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var kampakátur í leikslok.
Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var kampakátur í leikslok. Vísir/Valli
Það var mikið um dýrðir þegar nýtt keppnistímabil hófst í Pepsi-deild karla í dag. Fjórir leikir fóru fram og voru níu mörk skoruð í þeim.

Óvæntustu tíðindi dagsins eru að nýliðar Leiknis skelltu sér á topp deildarinnar með 3-0 sigri á Val á útivelli í sínum fyrsta leik í efstu deild í sögu félagsins.

Kolbeinn Kárason, fyrrum Valsmaður, kom Breiðhyltingum á bragðið með því að skora fyrsta mark félagsins í efstu deild en Sindri Björnsson og Hilmar Árni Halldórsson skoruðu hin tvö mörkin.

Tvö glæsileg mörk úr aukaspyrnum litu dagsins í ljós. Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni sigur á ÍA með einu slíku og þá skoraði Ívar Örn Jónsson ótrúlegt mark er hann innsiglaði 3-1 sigur Víkings á Keflavík.

Þessi mörk og öll önnur má sjá hér fyrir neðan en leikjunum verður svo gerð ítarleg skil í þætti Pepsi-markanna annað kvöld klukkan 22.00, eftir viðureign KR og FH.

Valur - Leiknir öll þrjú mörkin:
ÍA - Stjarnan 0-1:
Fjölnir - ÍBV 1-0:
Keflavík - Víkingur 0-1:
Keflavík - Víkingur 0-2:
Keflavík - Víkingur 1-2:
Keflavík - Víkingur 1-3:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×