Forstjóri Landspítalans: Raunverulega hætta á því að einhver skaðist eða láti lífið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 22:01 Páll Matthíasson. Vísir/Valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“ Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira