Fótbolti

Glódís og félagar héldu hreinu að venju

Glódís Perla með bikarinn.
Glódís Perla með bikarinn. vísir/valli
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United unnu flottan sigur á Umeå í sænska fótboltanum í dag.

Lokatölur 2-0 þar sem Olivia Schough og Annica Svensson skoruðu mörkin.

Glódís Perla var sem fyrr í vörninni hjá Eskilstuna og lék allan leikinn. Vörnin hefur ekki enn fengið á sig mark í þremur leikjum.

Eskilstuna er með fullt hús eftir þrjá leiki en Rosengård á leiki inni og getur endurheimt toppsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×