Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2015 11:21 Bíllinn stórskemmdist en slysið varð við Sörlatorg í Hafnarfirði þar sem Reykjanesbraut beygir til norðurs. Vísir/GVA Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21