Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 18:30 Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta. Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta.
Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00