Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Smábátaútgerðir verða kvótasettar í nýju frumvarpi og 7.500 tonnum dreift eftir ákveðnum leikreglum til báta sem stundað hafa makrílveiðar. Mynd/Óskar P. Friðriksson Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Útgerðarfélagi í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, alþingismanns Framsóknarflokksins, verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Páll Jóhann, sem situr einnig í atvinnuveganefnd þingsins sem er með frumvarpið til meðferðar, telur sig ekki vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum.Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins„Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ segir Páll Jóhann. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á makríl í íslenskri lögsögu gerir ráð fyrir að 5 prósent heildarafla verði úthlutað til fiskiskipa sem hafa verið að veiðum á makríl með línu eða handfærum. Einnig segir í frumvarpinu að afli þeirra báta sem voru við veiðar á árunum 2009 til 2012 fái 43 prósent aukið vægi. Líklega má gera ráð fyrir að heildarkvóti smábáta verði 7.500 tonn.Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, harmar kvótasetningu smábáta á makríl og segir hana óheillaspor. „Að okkar mati er ekki ástæða til að kvótasetja smábáta með þessu. Það hefði verið nær lagi að veita þessar veiðar frjálsar upp að ákveðnu marki og leyfa öllum að spreyta sig,“ segir Örn.Örn Pálsson Formaður landssambands smábátaeigendaAð mati Arnar er einnig undarlegt að veiðar á árunum 2009-2012 hafi meira vægi en síðustu tvö ár. „Það sem okkur í samtökunum finnst undarlegt er af hverju þetta er sett svona upp og aukinheldur hver biður um það. Þetta kemur ekki frá okkur smábátaeigendum og leikur mér forvitni á að vita af hverju frumvarpið er svona.“ Athygli vekur að Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta.Einnig kemur reglan um að veiðar 2009-2012 hafi 43 prósent aukið vægi sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn, mest allra handfærabáta.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira