Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 18:30 Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta. Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta.
Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00