Þjáist af svefntruflunum: Kýlir og sparkar í konuna sína á nóttunni Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2015 10:23 Heimir Jónasson þjáist af svefntruflunum. vísir/getty/bylgjan „Ég er staddur út á götu, er á flótta og það er myrkur,“ segir Heimir Jónasson sem þjáist af svefntruflunum sem valda ósjálfráðum hreyfingum sem geta verið óþægilegar fyrir eiginkonu hans, sem verður fyrir höggum. Heimir fær martraðir sem lýsa sér svona. „Mér líður eins og ég sé aleinn og enginn geti hjálpað mér. Á eftir mér er maður sem gengur hægt á eftir mér. Þetta er bara alveg eins og í hryllingsmynd. Ég fel mig fyrir aftan vegg og bíð eftir því að hann birtist. Þá stekk ég fram og ræðst á hann, það er mín eina vörn. Þá vakna ég og er búinn að kýla konuna mína, eða sparka í hana. Hún hefur vaknað með marblett.“ Heimir segir að draumarnir séu mjög skýrir og hann muni vel eftir þeim þegar hann vaknar. „Ég man mjög nákvæmlega eftir því að ég sparkaði í konuna mína fyrir nokkrum vikum síðan. Þá var ég að taka vítaspyrnu og kominn í fótboltaleik. Þetta gerist kannski nokkrum sinnum í mánuði.“ Bryndís Benediktsdóttir, læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir að algengasta ástæðan fyrir svefntruflunum af þessari tegund sé ófullkominn uppvöknum úr djúpsvefni.Bryndís Benediktsdóttir er læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum.„Þetta gengur í ættir og það kannast flestir við þetta. Sumir ganga í svefni en síðan getur það einnig verið að maður er með allskyns ólæti og skrítna hegðun,“ segir Bryndís en faðir Heimis átti við sama vandamál að stríða. „Það sem skeður oftast er að fólk fer að vakna upp úr djúpsvefni, en ekki að fullu. Líkaminn vaknar fyrst, fer að hreyfa sig en hugurinn er ekki almennilega vaknaður. Algengasta orsökin fyrir þessu er að fólk hefur sofið óreglulega eða of stutt. Það er kannski undir álagi, veikt eða með verki.“ Hjálmar segir að þetta hafi gríðarlega mikil áhrif á svefn konunnar hans. „Það ömurlegt að vakna upp við það að maður er bara kýldur. Hún er farin að rumska á undan og virðist gera sér grein fyrir því hvað sé í vændum. Þá færir hún sig frá og reynir að vekja mig. Hún hefur reyndar ótrúlega gaman af þessu líka, það verður af hafa gaman að þessu.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Ég er staddur út á götu, er á flótta og það er myrkur,“ segir Heimir Jónasson sem þjáist af svefntruflunum sem valda ósjálfráðum hreyfingum sem geta verið óþægilegar fyrir eiginkonu hans, sem verður fyrir höggum. Heimir fær martraðir sem lýsa sér svona. „Mér líður eins og ég sé aleinn og enginn geti hjálpað mér. Á eftir mér er maður sem gengur hægt á eftir mér. Þetta er bara alveg eins og í hryllingsmynd. Ég fel mig fyrir aftan vegg og bíð eftir því að hann birtist. Þá stekk ég fram og ræðst á hann, það er mín eina vörn. Þá vakna ég og er búinn að kýla konuna mína, eða sparka í hana. Hún hefur vaknað með marblett.“ Heimir segir að draumarnir séu mjög skýrir og hann muni vel eftir þeim þegar hann vaknar. „Ég man mjög nákvæmlega eftir því að ég sparkaði í konuna mína fyrir nokkrum vikum síðan. Þá var ég að taka vítaspyrnu og kominn í fótboltaleik. Þetta gerist kannski nokkrum sinnum í mánuði.“ Bryndís Benediktsdóttir, læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir að algengasta ástæðan fyrir svefntruflunum af þessari tegund sé ófullkominn uppvöknum úr djúpsvefni.Bryndís Benediktsdóttir er læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum.„Þetta gengur í ættir og það kannast flestir við þetta. Sumir ganga í svefni en síðan getur það einnig verið að maður er með allskyns ólæti og skrítna hegðun,“ segir Bryndís en faðir Heimis átti við sama vandamál að stríða. „Það sem skeður oftast er að fólk fer að vakna upp úr djúpsvefni, en ekki að fullu. Líkaminn vaknar fyrst, fer að hreyfa sig en hugurinn er ekki almennilega vaknaður. Algengasta orsökin fyrir þessu er að fólk hefur sofið óreglulega eða of stutt. Það er kannski undir álagi, veikt eða með verki.“ Hjálmar segir að þetta hafi gríðarlega mikil áhrif á svefn konunnar hans. „Það ömurlegt að vakna upp við það að maður er bara kýldur. Hún er farin að rumska á undan og virðist gera sér grein fyrir því hvað sé í vændum. Þá færir hún sig frá og reynir að vekja mig. Hún hefur reyndar ótrúlega gaman af þessu líka, það verður af hafa gaman að þessu.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira