Innlent

Þjáist af svefntruflunum: Kýlir og sparkar í konuna sína á nóttunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heimir Jónasson þjáist af svefntruflunum.
Heimir Jónasson þjáist af svefntruflunum. vísir/getty/bylgjan

„Ég er staddur út á götu, er á flótta og það er myrkur,“ segir Heimir Jónasson sem þjáist af svefntruflunum sem valda ósjálfráðum hreyfingum sem geta verið óþægilegar fyrir eiginkonu hans, sem verður fyrir höggum. Heimir fær martraðir sem lýsa sér svona.

„Mér líður eins og ég sé aleinn og enginn geti hjálpað mér. Á eftir mér er maður sem gengur hægt á eftir mér. Þetta er bara alveg eins og í hryllingsmynd. Ég fel mig fyrir aftan vegg og bíð eftir því að hann birtist. Þá stekk ég fram og ræðst á hann, það er mín eina vörn. Þá vakna ég og er búinn að kýla konuna mína, eða sparka í hana. Hún hefur vaknað með marblett.“

Heimir segir að draumarnir séu mjög skýrir og hann muni vel eftir þeim þegar hann vaknar.

„Ég man mjög nákvæmlega eftir því að ég sparkaði í konuna mína fyrir nokkrum vikum síðan. Þá var ég að taka vítaspyrnu og kominn í fótboltaleik. Þetta gerist kannski nokkrum sinnum í mánuði.“

Bryndís Benediktsdóttir, læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir að algengasta ástæðan fyrir svefntruflunum af þessari tegund sé ófullkominn uppvöknum úr djúpsvefni.

Bryndís Benediktsdóttir er læknir og sérfræðingur í svefnrannsóknum.

„Þetta gengur í ættir og það kannast flestir við þetta. Sumir ganga í svefni en síðan getur það einnig verið að maður er með allskyns ólæti og skrítna hegðun,“ segir Bryndís en faðir Heimis átti við sama vandamál að stríða.  

„Það sem skeður oftast er að fólk fer að vakna upp úr djúpsvefni, en ekki að fullu. Líkaminn vaknar fyrst, fer að hreyfa sig en hugurinn er ekki almennilega vaknaður. Algengasta orsökin fyrir þessu er að fólk hefur sofið óreglulega eða of stutt. Það er kannski undir álagi, veikt eða með verki.“

Hjálmar segir að þetta hafi gríðarlega mikil áhrif á svefn konunnar hans.

„Það ömurlegt að vakna upp við það að maður er bara kýldur. Hún er farin að rumska á undan og virðist gera sér grein fyrir því hvað sé í vændum. Þá færir hún sig frá og reynir að vekja mig. Hún hefur reyndar ótrúlega gaman af þessu líka, það verður af hafa gaman að þessu.“ Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.