Ráðningarferli óperustjóra enn gagnrýnt: Segir ráðninguna virðast fyrirfram ákveðna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2015 16:44 Njörður telur mikilvægt að staðið sé rétt að ráðningu óperustjóra. Vísir/Samsett mynd Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson. Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, segir óhjákvæmilegt að ákvörðun stjórnar Íslensku óperunnar um að taka aðeins einn umsækjanda um stöðu óperustjóra í viðtal setji ráðninguna í undarlegt samhengi. Hann áréttar að ekki sé deilt um eiginleika þess umsækjanda sem var valinn né persónu hennar. „Það er undarleg aðferðafræði að ætla starfsmanni Capacent að matreiða hugmyndir umsækjenda í einhvers konar munnlegum málflutningi stjórnarinnar án þess að fá þær frá fyrstu hendi,“ segir Njörður í samtali við Vísi. Steinunn Birna Ragnarsdóttir var ráðin fyrr í mánuðinum en sú ráðning hefur sætt gagnrýni síðan. Alls sóttu sextán manns um stöðuna.Ferlið þarf að vera hafið yfir klíkuskap Hann skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um mikilvægi þess að staðið sé faglega að ráðningu óperustjóra. „Fram hefur komið að stjórn Óperunnar ræddi aðeins við einn umsækjanda og að umsækjendur sem höfðu reynslu af rekstri, óperuuppsetningum og menntun á sviði menningarstjórnunar fengu ekki tækifæri til að kynna hugmyndir sínar. Virðist því mögulegt að stjórnin hafi verið búin að ákveða hvern hún ætlaði að ráða og aðrir umsækjendur hafi verið hafðir að fíflum,“ skrifaði Njörður. „Tryggja þarf að ferlið sé ekki aðeins hlutlaust heldur að sýnilegt sé að það sé óhlutdrægt og að allir umsækjendur hafi sömu möguleika óháð hagsmunatengslum eða klíkuskap.“ Hann segir í greininni stjórnendur Óperunnar bera ákveðnar skyldur. „Íslenska óperan er kraftaverk í okkar litla samfélagi, fædd af frjórri grasrót söngvara og sorfin í hugsjónaeldi fólks sem vildi ekki skilja að Íslandi væri of lítið fyrir sjálfstæða atvinnuóperu. Í dag er Óperan þekkt fyrir listræna fagmennsku og er ein helsta menningarstofnun á Íslandi með mikinn opinberan stuðning og velvild í samfélaginu.“Auglýsing um stöðuna sem um ræðir.Capacent getur ekki tekið ákvörðunina„Það deilir enginn um það hvort Óperan fellur undir stjórnýslulög,“ útskýrir hann. „Þetta er auðvitað sjálfseignarstofnun. Hins vegar er hún það stór og mikilvæg í menningarlífinu á Íslandi og þiggur í raun stærstan hluta af sínu fé frá hinu opinbera að það er hægt að gera þær kröfur til hennar að hún fylgi í anda það sem við getum kallað faglega eða góða stjórnsýsluhætti.“ Hlutverk Capacent sem ráðningarskrifstofu er að gera formlega könnun á hæfni umsækjenda, kanna bakgrunn fólks og hvort allt standist sem komi fram í umsókn og búa að lokum til vænlegan hóp umsækjenda sem stofnun eða fyrirtæki getur síðan tekið í viðtal og ráðið úr. „Ekkert sem Capacent gerir eða á að gera tekur af stjórninni ábyrgðina af endanlegri ákvörðun.“„Þetta er eins og miðilsfundur“ Þrátt fyrir þessa stöðu Capacent tók stjórn Íslensku óperunnar aðeins Steinunni Birnu Ragnarsdóttur í viðtal að undangenginni úrvinnslu ráðningafyrirtæksins. Í greinagerð frá Íslensku óperunnar segir: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi.“ Þetta þýðir því að stjórn Íslensku óperunnar spurði engan umsækjenda út í hugmyndir þeirra um framtíð Íslensku óperunnar annan en Steinunni Birnu. „Þetta er eins og miðilsfundur,“ segir Njörður. „Það er verið að spyrja hvað umsækjendum finnst um hitt og þetta og viðkomandi er ekki einu sinni á staðnum.“ Njörður bendir á að það hafi ekki verið um stóran umsækjendahóp að ræða og því fyrirhafnarlítið að taka fleiri í viðtöl. „Þessi listheimur er svo þröngur og erfiður og erfitt að tjá sig því að allir sem hafa áhuga á að tala um þetta eiga svo mikið undir nýjum óperustjóra. Og svo er hlegið að þessum söngvurum sem sóttu um hvað þeir séu nú tapsárir. En ég veit af umsækjendum sem hefði verið mjög áhugavert fyrir stjórnina að minnsta kosti heyra í.“ Af umsækjendum um stöðuna má meðal annars nefna söngvarana Gunnar Guðbjörnsson, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson.
Tengdar fréttir Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54 Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00 Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00 Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26 Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Sjá meira
Steinunn Birna nýr óperustjóri Tónlistarstjóri Hörpu tekur við af Stefáni Baldurssyni í Íslensku óperunni. 19. apríl 2015 10:54
Þetta er heilmikil áskorun og spennandi. Steinunn Birna ráðinn nýr óperustjóri Íslensku óperunnar. 20. apríl 2015 08:00
Undrun íslenska óperuheimsins Ráðning nýs óperustjóra fór fram fyrir luktum dyrum. 27. apríl 2015 07:00
Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Ráðning Steinunnar Birnu í stöðu óperustjóra hefur verið mikið gagnrýnd. 29. apríl 2015 14:26
Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan „Ég hefði búist við því að ráðningin yrði þannig að það yrði manneskja úr óperuheiminum ráðin í starfið. Auðvitað bregður manni svolítið.“ 20. apríl 2015 18:15