Vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á næstu fimm árum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 20:30 Kristján Þór Júlíusson segir öldrun þjóðarinnar áskorun, verkefni sem þurfi að takast á við. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár. Verkfall 2016 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár.
Verkfall 2016 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira