Vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á næstu fimm árum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 20:30 Kristján Þór Júlíusson segir öldrun þjóðarinnar áskorun, verkefni sem þurfi að takast á við. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár. Verkfall 2016 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala tók saman á ársfundi Landspítalans atburði ársins svo sem ebólu undirbúning, farómaura, myglu og verkfall. Hann segir tilefni til bjartsýni þrátt fyrir að nú standi yfir enn viðameira verkfall en hófst á síðasta ári og skýrði frá því að framundan eru framkvæmdir á Landspítalalóðinni. „Uppbygging er svo sannarlega í augsýn þótt að það megi hljóma ótrúlega þegar við erum hér í skugga verkfalla. Við erum bjartsýn, við sjáum það að uppbygging á Landspítala með nýbyggingum er loksins að hefjast.“ Nýlega var greint frá því að á spítalanum eru 78 eldri borgarar inniliggjandi á spítalanum, sem geta ekki útskrifast. „Það sem vantar og ég veit að stjórnvöld eru að vinna í er að ríða heildarnet fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þannig að Landspítalinn sé að sinna þeim verkefnum sem Landspítalinn sinnir best og heilsugæslan sinni þeim verkefnum sem hún getur sinnt. Að aldrað fólk geti verið heima hjá sér með stuðningi eða á hjúkrunarheimilum. Þannig að þetta lendi ekki allt á herðum Landspítala. Eins öflugur og hann er, getur hann ekki verið allt fyrir alla.“ Á fundinum kom fram að á næstu fimm árum vantar fimm hundruð stofnanarými fyrir aldraða á landinu öllu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir öldrun þjóðarinnar verkefni sem þurfi að takast á við. „Við erum með um 70 aldraða einstaklinga innan vébanda Landspítalans.Þar af eru 48 á Vífilstöðum, svo eru hinir á Landspítalanum. Þetta er langtímaverkefni, það liggur fyrir að fram til 2020 er mat manna að það vanti 500 stofnanarými á landinu öllu og það er töluverður stapi. Stofnkostnaður við það er einhvers staðar á bilinu 12-15 milljarðar og rekstrarkostnaður 5 milljarðar á ári bara við þessi rými. Þetta er verkefni sem við þurfum að sjá stað í lengri tíma áætlunum.“Kristján Þór kynnir áætlun hvernig skal takast á við vandann um mitt ár.
Verkfall 2016 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira