Nýtt myndband sýnir aðdraganda að skotum lögreglumannsins Anna Guðjónsdóttir skrifar 10. apríl 2015 11:16 Walter Scott sést hlaupa undan lögreglunni. Skjáskot úr myndbandinu. Nýtt myndband hefur komið fram í tengslum við morðið á Walter Scott, en lögreglumaðurinn Michael Slager hefur verið ákærður fyrir morðið. Myndbandið er úr myndavél lögreglubíls og sýnir lögregluna stöðva Scott vegna þess að afturljós bíl hans eru brotin. Lögreglumaðurinn biður Scott að bíða í bílnum en hann stígur út og hleypur burt. Slager fylgir á eftir en annar lögreglumaður fylgist með farþega í bíl Scott.Upptaka af kalli lögreglunnar eftir hjálp hefur einnig verið birt á netinu. Þar segir Slager að Scott hafi reynt að ná rafmagnsbyssu sinni. Myndband sem vitni tók á farsíma segir aðra sögu. Þar sjást mennirnir takast á og Scott hleypur frá lögreglumanninum. Slager skýtur þá átta skotum og fimm þeirra lenda á Scott, sem hnígur niður.Vitni óttaðist um líf sittVitnið, Feidin Santana, segist ekki hafa séð Scott reyna að ná rafmagnsbyssu lögreglumannsins en segist hafa séð þá takast á. Hann tekur þó fram að ljóst hafi verið að lögreglumaðurinn hafi haft yfirhöndina. Fórnalambið virðist ekki vera með neitt vopn þegar hann hleypur burt. Á myndbandinu sést Slager beygja sig, sækja eitthvað á jörðinni og leggja það hjá manninum eftir að hann hefur verið skotinn. Santana segist hafa íhugað að birta ekki myndbandið þar sem hann óttaðist um líf sitt. Annar lögreglumaður sést koma á vettvang en hvorugur mannanna reynir að bjarga lífi fórnalambsins, sem hefur verið skotinn nokkrum sinnum. Báðir segja þó að þeir hafi reynt, en myndbandið sýnir Scott liggja hreyfingarlausan þegar hann er handjárnaður af Slager. Hinn skoðar skotsár Scott og í upptöku lögreglumannanna heyrast þeir óska eftir sjúkrabíl.209 einstaklingar skotnir af lögregluÓvíst er hvers vegna fjögurra barna faðirinn hljóp undan lögreglunni, en talið hefur verið að hann hafi skuldað meðlag sem hefði getað leitt til handtöku hans. Slager hefur verið ákærður fyrir morð, en fjölskylda fórnalambsins hefur sagt í viðtölum að þau telji líklegt að hefði myndbandið ekki verið birt hefði Slager sloppið við ákæru. Síðustu fimm ár hafa 209 einstaklingar verið skotnir af lögreglunni í Suður Karólínu og 79 þeirra létust. Aðeins þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir en enginn dæmdur. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum þar sem mörg mál hafa komið upp þar sem hvítir lögreglumenn skjóta svarta. Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir morð Michael Slager skaut svartan mann í bakið. 8. apríl 2015 11:44 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Nýtt myndband hefur komið fram í tengslum við morðið á Walter Scott, en lögreglumaðurinn Michael Slager hefur verið ákærður fyrir morðið. Myndbandið er úr myndavél lögreglubíls og sýnir lögregluna stöðva Scott vegna þess að afturljós bíl hans eru brotin. Lögreglumaðurinn biður Scott að bíða í bílnum en hann stígur út og hleypur burt. Slager fylgir á eftir en annar lögreglumaður fylgist með farþega í bíl Scott.Upptaka af kalli lögreglunnar eftir hjálp hefur einnig verið birt á netinu. Þar segir Slager að Scott hafi reynt að ná rafmagnsbyssu sinni. Myndband sem vitni tók á farsíma segir aðra sögu. Þar sjást mennirnir takast á og Scott hleypur frá lögreglumanninum. Slager skýtur þá átta skotum og fimm þeirra lenda á Scott, sem hnígur niður.Vitni óttaðist um líf sittVitnið, Feidin Santana, segist ekki hafa séð Scott reyna að ná rafmagnsbyssu lögreglumannsins en segist hafa séð þá takast á. Hann tekur þó fram að ljóst hafi verið að lögreglumaðurinn hafi haft yfirhöndina. Fórnalambið virðist ekki vera með neitt vopn þegar hann hleypur burt. Á myndbandinu sést Slager beygja sig, sækja eitthvað á jörðinni og leggja það hjá manninum eftir að hann hefur verið skotinn. Santana segist hafa íhugað að birta ekki myndbandið þar sem hann óttaðist um líf sitt. Annar lögreglumaður sést koma á vettvang en hvorugur mannanna reynir að bjarga lífi fórnalambsins, sem hefur verið skotinn nokkrum sinnum. Báðir segja þó að þeir hafi reynt, en myndbandið sýnir Scott liggja hreyfingarlausan þegar hann er handjárnaður af Slager. Hinn skoðar skotsár Scott og í upptöku lögreglumannanna heyrast þeir óska eftir sjúkrabíl.209 einstaklingar skotnir af lögregluÓvíst er hvers vegna fjögurra barna faðirinn hljóp undan lögreglunni, en talið hefur verið að hann hafi skuldað meðlag sem hefði getað leitt til handtöku hans. Slager hefur verið ákærður fyrir morð, en fjölskylda fórnalambsins hefur sagt í viðtölum að þau telji líklegt að hefði myndbandið ekki verið birt hefði Slager sloppið við ákæru. Síðustu fimm ár hafa 209 einstaklingar verið skotnir af lögreglunni í Suður Karólínu og 79 þeirra létust. Aðeins þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir en enginn dæmdur. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum þar sem mörg mál hafa komið upp þar sem hvítir lögreglumenn skjóta svarta.
Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir morð Michael Slager skaut svartan mann í bakið. 8. apríl 2015 11:44 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira