Erlent

Sex úkraínskir stjórnarhermenn létust í átökum

Atli Ísleifsson skrifar
Átök hafa aukist í austurhluta Úkraínu síðustu daga.
Átök hafa aukist í austurhluta Úkraínu síðustu daga. Vísir/AFP
Bardagar milli úkraínskra stjórnarhermanna og aðskilnaðarsinna hafa haldið áfram í austurhluta Úkraínu þrátt fyrir áframhaldandi tilraunir embættismanna til að framfylgja vopnahléi.

Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir að sex stjórnarhermenn hafi látið lífið í átökum síðastliðinn sólarhring og að 26 sinnum hafi verið skotið á stöðvar Úkraínuhers nærri borginni Donetsk, einu helsta vígi aðskilnaðarsinna.

Talsmaður aðskilnaðarsinna segir einn þeirra hermanna hafi látist í skotárásum stjórnarhersins.

Í frétt BBC kemur fram að stjórnvöld í Úkraínu, Rússlandi, Þýskalandi og Frakklandi hafi í gær kallað eftir því að vopn yrðu dregin til baka frá víglínunum. Þá lýstu þau yfir alvarlegum áhyggjum af því að átök hafi aukist á ný í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×