Erlent

Hommar geta brátt gefið blóð í Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Neðri deild franska þingsins hefur þegar samþykkt breytinguna, en efri deild þarf einnig að samþykkja hana til að hún öðlist gildi.
Neðri deild franska þingsins hefur þegar samþykkt breytinguna, en efri deild þarf einnig að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. Vísir/Getty
Karlmenn sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni munu líklegast brátt fá leyfi til að gefa blóð í Frakklandi. Bann við slíku hefur verið í gildi í landinu frá árinu 1983, á þeim tíma þegar ótti við útbreiðslu HIV-veirunnar var mikill.

Þrátt fyrir að siðferðisráð franska ríkisins leggist gegn tillögunni vill félags- og heilsumálaráðherrann Marisol Touraine nema núgildandi lög úr gildi.

Neðri deild franska þingsins hefur þegar samþykkt breytinguna, en efri deild þarf einnig að samþykkja hana til að hún öðlist gildi.

Touraine segist í samtali við Libération að hommar muni brátt geta farið í blóðgjöf. „Þetta kemur til með að ganga fljótt. Þetta er spurning um vikur eða mánuði.“

Í reglum íslenska Blóðbankans segir að ekki sé hægt að gefa blóð ef maður er „karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×