Erlent

Bretar klofnir í afstöðu sinni til ESB

Atli Ísleifsson skrifar
David Cameron segist sjálfur vilja að Bretland eigi áfram aðild að Evrópusambandinu, þó með breyttu sniði.
David Cameron segist sjálfur vilja að Bretland eigi áfram aðild að Evrópusambandinu, þó með breyttu sniði. Vísir/AFP

Breskir kjósendur skiptast í um jafn stóra hópa þegar þeir eru spurðir hvort Bretland eigi að segja sig úr Evrópusambandinu.

Um þrjár vikur eru nú til þingkosninga í landinu. David Cameron forsætisráðherra hefur heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sambands Bretlands og ESB fyrir lok ársins 2017, vinni flokkurinn sigur í kosningunum.

Í nýrri könnun Populus sem birtist í blaðinu Financial Times kemur fram að 39 prósent aðspurðra myndi kjósa að Bretland yfirgæfi sambandið, en 40 prósent segjast styðja áframhaldandi aðild.

Cameron segist sjálfur vilja að Bretland eigi áfram aðild að sambandinu, þó með breyttu sniði. Hann segist ekki útiloka neitt, sjái hann ekki þær breytingar á sambandinu sem honum hugnast, þar á meðal aðgerðir til að draga úr straumi flóttafólks til Bretlands.

Íhaldsflokkur Cameron mælist með nokkurt forskot á Verkamannaflokkinn í könnunum, en þingkosningar fara fram þann 7. maí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.