Innlent

Segir áhrif verkfalla á spítalann vera umtalsverð

Samúel Karl Ólason skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm
Verkefnum hjá Landspítalanum er nú forgangsraðað eftir bráðleika, en verkföll BHM félaga hefur haft umtalsverð áhrif á starfsemina. Um 60 prósent myndgreininga og um 50 blóðrannsókna hefur þurft að fresta.

„Áhrif þeirra á starfsemi Landspítala eru umtalsverð, eins og gefur að skilja þegar mikilvægir hlekkir starfseminnar eru reknir á miklu minni afköstum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Þannig falla nú niður að jafnaði tæplega 60% myndgreininga og 50% blóðrannsókna auk skurðaðgerða og dag- og göngudeildarkoma sem fresta þarf.“

Þetta segir Páll í pistli sem birtist fyrr í dag á vef Landspítalans. Hann segir að brýnt sé að deiluaðilar komist að samkomulagi sem fyrst. Þó segir Páll að mikilvægt sé að þeir sem telji sig þurfa á aðstoð að halda, dragi ekki að sækjast eftir þjónustu Landspítalans.

Þar að auki segir Páll að eðli verkfallanna vera annað en í síðasta verkfalli. Nú beiti fleiri stéttir verkfallsvopninu.

„Starfsemi Landspítala er flókin og viðkvæm. Öll truflun á henni er mjög óæskileg og getur verið ógn við öryggi sjúklinga og rekstur þjónustunnar. Staðan er því bæði flókin og alvarleg og afar brýnt að deiluaðilar komist að samkomulagi hið fyrsta.“


Tengdar fréttir

Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum

Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×