Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Í Karphúsinu. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sækir hér stól inn á samningafund í Borgartúninu um daginn. Mikið virðist enn bera á milli í samningum. Fréttablaðið/Pjetur Kröfur ólíkra hópa í yfirstandandi kjarasamningum fela í sér hækkun launa á bilinu 17 til um 70 prósent samkvæmt heimildum blaðsins. Samningar sem nú er unnið að ná til um 120 til 130 þúsund manns á vinnumarkaði. Sömu heimildir herma að innan raða viðsemjenda félaganna séu kröfurnar taldar óbilgjarnar og fela í sér kröfur sem taki ekki á nokkurn hátt tillit til stöðu og launaþróunar einstakra hópa. Um sé að ræða „blindar“ kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta. Þá beri þær með sér að ekki sé um að ræða afmarkaða aðgerð til að hækka lægstu laun sérstaklega.Framreiknuð launaþróun frá árinu 2006 miðað við að þeir hópar sem eftir á að semja við fái fimm prósenta kauphækkun. Efst skarast línur félagsfólks KÍ og ríkisstarfsmanna innan raða ASÍ, en neðsta línan sýnir launaþróun lækna.Bent hefur verið á að tölur um launaþróun ólíkra hópa beri ekki í sér tölur sem leiða ættu til ófriðar á vinnumarkaði. Þannig sé þróun launa ólíkra hópa nokkuð jöfn frá árinu 2006 þegar hún er borin saman línulega, líkt og sjá má hér til hliðar. Í grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritaði í efnahagsritið Vísbendingu í byrjun mars benti hann á að Seðlabankanum væri nauðugur einn kostur að hækka stýrivexti, yrðu hækkanir launa umfram það sem samrýmdist verðbólgumarkmiði bankans. Í febrúar kynntu Samtök atvinnulífsins (SA) líka sviðsmyndagreiningu ólíkra kjarasamninga. Þar nefndist ein „eltum lækna“ og miðaðist við 30 prósenta uppsafnaða launahækkun á þremur árum. Í greiningu á þeim aðstæðum var gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 27 prósent og að árshraði verðbólgu færi mest í 14 prósent og stýrivextir í 12 prósent.Helstu kröfur stéttarfélaganna við samningaborðiðStarfsgreinasambandið: Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa, þar sem hlutfallsleg hækkun er mest á hæstu taxta, vegna þess að munur er aukinn milli launaflokka og aldursþrepa. Lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Meðallaun hópsins eru nú sögð um 430 þúsund krónur á mánuði.Flóabandalagið: Farið er fram á 35 þúsund króna hækkun lægstu byrjunarlauna. Aukið bil á milli launaflokka og aldursþrepa er sagt fela í sér 17,5 til 22 prósenta hækkun launataxta. Þá er krafist 33 þúsund króna almennrar hækkunar sem samsvarar um 10 prósenta hækkun að meðaltali á launum þeirra sem taka hærri laun en samkvæmt lágmarkstöxtum. Samið verði til 12 mánaða.VR: Krafist er 50 þúsund króna launaþróunartryggingar sem myndi svara um 20 prósenta hækkun tekjulægstu hópanna, en að meðaltali 10 prósenta hækkun á launum sem eru yfir umsömdum lágmarkstöxtum. Félagið segir kröfuna auka launakostnað um 5,65 prósent. Samið verði til 12 mánaða.Iðnaðarmenn: Almenn launahækkun verði 20 prósent. Hækkun lægsta taxta nemi 100 þúsund krónum, en taxtahækkanir verði á bilinu 37 til 44 prósent, mest á hæsta taxta. Þá sé krafist enn meiri hækkana hjá Matvís sem séu með lægri taxta en hinir hóparnir. Samið verði til 12 mánaða.BHM: Lægsti taxti hækki um 50,9 prósent, úr 265 þúsundum í 400 þúsund krónur. Í tilfelli einstakra hópa stéttarfélaga innan BHM er svo sagt krafist enn meiri hækkana. Samningstími verði allt að þrjú ár.BSRB: Farið fram á 17 til 25 prósenta hækkun launa. Vinnuvika verði stytt og laun leiðrétt miðað við almennan vinnumarkað, auk fleiri þátta. Samningstími verði 12 mánuðir. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira
Kröfur ólíkra hópa í yfirstandandi kjarasamningum fela í sér hækkun launa á bilinu 17 til um 70 prósent samkvæmt heimildum blaðsins. Samningar sem nú er unnið að ná til um 120 til 130 þúsund manns á vinnumarkaði. Sömu heimildir herma að innan raða viðsemjenda félaganna séu kröfurnar taldar óbilgjarnar og fela í sér kröfur sem taki ekki á nokkurn hátt tillit til stöðu og launaþróunar einstakra hópa. Um sé að ræða „blindar“ kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta. Þá beri þær með sér að ekki sé um að ræða afmarkaða aðgerð til að hækka lægstu laun sérstaklega.Framreiknuð launaþróun frá árinu 2006 miðað við að þeir hópar sem eftir á að semja við fái fimm prósenta kauphækkun. Efst skarast línur félagsfólks KÍ og ríkisstarfsmanna innan raða ASÍ, en neðsta línan sýnir launaþróun lækna.Bent hefur verið á að tölur um launaþróun ólíkra hópa beri ekki í sér tölur sem leiða ættu til ófriðar á vinnumarkaði. Þannig sé þróun launa ólíkra hópa nokkuð jöfn frá árinu 2006 þegar hún er borin saman línulega, líkt og sjá má hér til hliðar. Í grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritaði í efnahagsritið Vísbendingu í byrjun mars benti hann á að Seðlabankanum væri nauðugur einn kostur að hækka stýrivexti, yrðu hækkanir launa umfram það sem samrýmdist verðbólgumarkmiði bankans. Í febrúar kynntu Samtök atvinnulífsins (SA) líka sviðsmyndagreiningu ólíkra kjarasamninga. Þar nefndist ein „eltum lækna“ og miðaðist við 30 prósenta uppsafnaða launahækkun á þremur árum. Í greiningu á þeim aðstæðum var gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 27 prósent og að árshraði verðbólgu færi mest í 14 prósent og stýrivextir í 12 prósent.Helstu kröfur stéttarfélaganna við samningaborðiðStarfsgreinasambandið: Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa, þar sem hlutfallsleg hækkun er mest á hæstu taxta, vegna þess að munur er aukinn milli launaflokka og aldursþrepa. Lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Meðallaun hópsins eru nú sögð um 430 þúsund krónur á mánuði.Flóabandalagið: Farið er fram á 35 þúsund króna hækkun lægstu byrjunarlauna. Aukið bil á milli launaflokka og aldursþrepa er sagt fela í sér 17,5 til 22 prósenta hækkun launataxta. Þá er krafist 33 þúsund króna almennrar hækkunar sem samsvarar um 10 prósenta hækkun að meðaltali á launum þeirra sem taka hærri laun en samkvæmt lágmarkstöxtum. Samið verði til 12 mánaða.VR: Krafist er 50 þúsund króna launaþróunartryggingar sem myndi svara um 20 prósenta hækkun tekjulægstu hópanna, en að meðaltali 10 prósenta hækkun á launum sem eru yfir umsömdum lágmarkstöxtum. Félagið segir kröfuna auka launakostnað um 5,65 prósent. Samið verði til 12 mánaða.Iðnaðarmenn: Almenn launahækkun verði 20 prósent. Hækkun lægsta taxta nemi 100 þúsund krónum, en taxtahækkanir verði á bilinu 37 til 44 prósent, mest á hæsta taxta. Þá sé krafist enn meiri hækkana hjá Matvís sem séu með lægri taxta en hinir hóparnir. Samið verði til 12 mánaða.BHM: Lægsti taxti hækki um 50,9 prósent, úr 265 þúsundum í 400 þúsund krónur. Í tilfelli einstakra hópa stéttarfélaga innan BHM er svo sagt krafist enn meiri hækkana. Samningstími verði allt að þrjú ár.BSRB: Farið fram á 17 til 25 prósenta hækkun launa. Vinnuvika verði stytt og laun leiðrétt miðað við almennan vinnumarkað, auk fleiri þátta. Samningstími verði 12 mánuðir.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Sjá meira