Þörf á sjö blindrahundum Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 19:39 Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira