Telja það ábyrgt að sitja hjá Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2015 18:30 Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta. Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum „af því bara.“ Þingmenn Pírata sitja oftast hjá við afgreiðslur þingsályktana og lagafrumvarpa á Alþingi. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins. Birgitta Jónsdóttir hefur setið hjá í 51 prósent atkvæðagreiðslna, Helgi Hrafn Gunnarsson 54 prósent og Jón Þór Ólafsson í 66 prósent mála sem hafa komið til atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Þessa mikla hjáseta hefur vakið upp spurningar. „Við myndum kynna okkur málin ef það væri hægt. Við erum bara þrjú og fastanefndirnar eru þannig að við megum hafa áheyrn í öðrum nefndum. Þegar við Helgi (Hrafn Gunnarsson) erum í okkar fastanefndum þá eru aðrar nefndir sem við höfum áheyrn í að funda á sama tíma og það er ekki möguleiki að vera á tveimur nefndarfundum samtímis. Þess vegna höfum við barist fyrir því að nefndirnar séu opnar svo við getum kíkt á upptöku af fundum síðar. Meirihluti þessara mála sem við sitjum hjá í eru EES-mál eða mál þar sem við óörugg um hvort við séum að gera gagn eða ógagn með því að samþykkja þau. Þá er betra að sitja hjá en að taka ákvörðun sem maður sér eftir eða er gegn okkar stefnu,“ segir Birgitta Jónsdóttir formaður Pírata. Hún segir það betra að sitja hjá en að vera á móti „af því bara.“ Það hafi sætt gagnrýni og mörgum stjórnarþingmönnum finnist óþægilegt að vera bara einhverjar „stimpilmaskínur“ fyrir framkvæmdavaldið.Er það þannig núna? „Já, það er alltaf þannig. Og maður sér að fólk veit oft ekkert um hvað það er að greiða atkvæði með. Það verður bara að treysta á sína félaga.“ Píratar hafa ekki setið aðgerðalausir þótt þeir hafi oft setið hjá við atkvæðagreiðslur um lagafrumvörp. Athyglisvert er í þessu sambandi að Píratar hafa lagt fram 10,5 prósent allra þingmála á yfirstandandi þingi en flokkurinn er aðeins með þrjá þingmenn eða 4,7 prósent þingsæta.
Alþingi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira