Erlent

Kviðdómur finnur Tsarnaev sekan í öllum ákæruliðum

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 21 árs gamli Tsarnaev á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm eða dauðadóm.
Hinn 21 árs gamli Tsarnaev á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm eða dauðadóm. Vísir/AFP
Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur fundið Dzjokhar Tsarnaev sekan í öllum ákæruliðum. Tsarnaev bar ásamt bróður sínum ábyrgð á sprengjutilræðinu í Boston-maraþoninu árið 2013.

Þrír létust og 260 særðust í árásinni, en þar að auki lést einn lögreglumaður þegar leit að Tsarnaev-bræðrunum stóð yfir.

Hinn 21 árs gamli Tsarnaev á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm eða dauðadóm.



Ný vitni verða nú kölluð fyrir kviðdóminn sem mun svo ákveða hvort Tsarnaev verði dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi. Til að Tsarnaev hljóti dauðarefsingu þarf úrskurður kviðdómenda að vera samhjóma.

Verjendurnir upplýstu við upphaf réttarhaldanna að Tsarnaev hefði tekið þátt í árásinni og fóru því ekki fram á sýknu. Leituðust þeir við að færa sönnur á að hann hefði ekki tekið þátt í skipulagningu árásarinnar og þannig reynt að komast hjá dauðarefsingu.

Bera þeir því við að Tsarnaev hafi ekki verið virkur þátttakandi heldur leiðst út á ranga braut í lífinu og verið undir áhrifum bróður síns sem lést eftir átök við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×