Erlent

Reyndu að brjóta sér leið að NSA

Samúel Karl Ólason skrifar
Veginum að höfuðstöðvum NSA hefur verið lokað.
Veginum að höfuðstöðvum NSA hefur verið lokað. Vísir/AP
Tveir menn, klæddir sem konur, reyndu að keyra í gegnum öryggishlið við stærstu njósnastofnun Bandaríkjanna, National Security Agency eða NSA. AP fréttaveitan segir að einn hafi látið lífið í skotbardaga sem í kjölfar þess að reynt var að keyra í gegnum hliðið.

Samkvæmt ABC News hlaut hinn maðurinn skotsár og er þungt haldinn. Þar að auki særðist minnst einn öryggisvörður, en hann er ekki talinn vera í lífshættu.

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur tilkynnt að málið er ekki talið tengjast hryðjuverkum, en núna eru starfsmenn FBI að ræða við vitni og rannsókn er ný hafin.

Myndir úr lofti sýna tvo skemmda bíla við hliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×