Erlent

Gíslatökumennirnir í Tyrklandi féllu í áhlaupi lögreglu

Bjarki Ármannsson skrifar
Umsátri um dómshús í Istanbúl í Tyrklandi lauk nú í kvöld með skotárás.
Umsátri um dómshús í Istanbúl í Tyrklandi lauk nú í kvöld með skotárás. Vísir/EPA
Umsátri um dómshús í Istanbúl í Tyrklandi, sem greint var frá fyrr í dag, lauk nú í kvöld með skotárás milli öryggissveita og árásarmanna. Tveir vopnaðir menn sem tekið höfðu saksóknara í gíslingu voru skotnir til bana. Saksóknarinn særðist illa.

Þetta kemur fram á vef BBC. DHKP-C, hópur öfgafullra vinstrimanna, er talinn standa að baki gíslatökunni. Hópurinn birti mynd á heimasíðu sinni í dag þar sem grímuklæddur maður heldur byssu að höfði saksóknarans, Mehmet Selim Kiraz. Í kjölfarið umkringdu öryggissveitir dómshúsið og hófu samningaviðræður við mennina.

Kiraz rannsakar mál fimmtán ára drengs sem lést í kjölfar sára sem hann hlaut í átökum við lögreglu í mótmælum snemma sumars 2013. DHKP-C kennir tyrkneska stjórnarflokknum AK um dauða drengins og hótuðu gíslatökumennirnir að drepa Kiraz ef ekki yrði greint frá því hvaða lögreglumenn særðu drenginn.

TURKEY COURTHOUSE HOSTAGE: Gunmen stormed the Istanbul courthouse office of the prosecutor in the case of Berkin Elvan...

Posted by FB Newswire on 31. mars 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×