Innlent

"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“

"Ég get lofað því að ég verð ekki síðasti formaður Samfylkingarinnar,“ sagði Árni Páll.
"Ég get lofað því að ég verð ekki síðasti formaður Samfylkingarinnar,“ sagði Árni Páll. mynd/heimir már
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í setningaræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld að hann hefði lagt allt kapp á að halda Samfylkingunni saman eftir sögulegan kosningaósigur flokksins árið 2013. Össur Skarphéðinsson hefði tekið sig afsíðis og spurt hann hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar.

„Ég get lofað því að ég verð ekki síðasti formaður Samfylkingarinnar,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni. Hann sagði að ef flokkurinn vildi aðra stefnu en hann fylgdi, þyrfti að skipta um formann en varaði á sama tíma við því að skipta um formann á þessum tíma.

„Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för.“

Árni Páll fór um víðan völl í ræðu sinni. Boðaði hann meðal annars róttækar breytingar á húsnæðiskerfinu. „Við verðum að fjölga íbúðum til leigu og draga úr svimandi háu leiguverði. Þess vegna þurfa leigutekjur af einni íbúð að vera skattfrjálsar fyrir einstaklinga, en því aðeins að leiga sé ekki yfir meðalverði. Við þurfum að þróa kerfi viðbótarlána til að gera ungu fólki og tekjulágum fjölskyldum kleift að kaupa sína íbúð,“ sagði Árni Páll.

Landsfundur Samfylkingarinnar stendur nú yfir. Kjörinn verður nýr formaður flokksins en það er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt gegn Árna Páli. Niðurstöður verða kynntar klukkan 18.45.


Tengdar fréttir

Sigríður býður sig fram gegn Árna Páli

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni gegn Árna Páli Árnasyni. Sigríður Ingibjörg staðfesti þetta í samtali við Vísi nú á sjöunda tímanum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.