Ólík viðbrögð fyrrum formanna: Framboð Sigríðar gegn Árna sagt misráðið Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 22:06 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar hafa tjáð sig um formannskjör gærdagsins. Vísir/Stefán/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53
Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02
Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42
Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15
Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00