Munaði einu atkvæði: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2015 20:42 Anna Pála Sverrisdóttir er fyrrverandi formaður Samtakanna '78. Vísir/GVA Árni Páll Árnason var á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld endurkjörinn formaður flokksins. Munaði einu atkvæði á honum og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en leikar fóru 242 atkvæði gegn 241. Eitt atkvæði hlaut Anna Pála Sverrisdóttur sem þó hafði ekki lýst yfir framboði. Á landsfundi eru allir gjaldgengir til formanns þótt eðli máli samkvæmt sé hefð fyrir því að kosið sé á milli þeirra sem boðið hafa fram krafta sína. Anna Pála, sem er fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna, segir á Facebook að hún hafi ekki kosið sjálfa sig. „Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“ Reikna má með því að Anna Pála hafi greitt Sigríði Ingibjörgu atkvæði sitt en hún hafði að því er Eyjan greinir frá fyrr í dag lýst yfir stuðningi við Sigríði Ingibjörgu. Ekki þarf að vera mjög talnaglöggur til að átta sig á því að hefði sá er greiddi Önnu Pálu atkvæði sitt kosið Sigríði Ingibjörgu hefðu atkvæði skipst jafnt 242 - 242. Í ummælum við opna Fésbókarfærslu Önnu Pálu minnir Anna Kristjánsdóttir hana meðal annars á að hún sé framtíðin í Samfylkingunni. Bróðir hennar, Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, slær á létta strengi og bendir á hve afgerandi tap hennar sé. „Gengur betur næst,“ segir Sindri léttur.Post by Anna Pála Sverrisdóttir. Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Árni Páll Árnason var á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld endurkjörinn formaður flokksins. Munaði einu atkvæði á honum og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur en leikar fóru 242 atkvæði gegn 241. Eitt atkvæði hlaut Anna Pála Sverrisdóttur sem þó hafði ekki lýst yfir framboði. Á landsfundi eru allir gjaldgengir til formanns þótt eðli máli samkvæmt sé hefð fyrir því að kosið sé á milli þeirra sem boðið hafa fram krafta sína. Anna Pála, sem er fyrrum formaður ungra jafnaðarmanna, segir á Facebook að hún hafi ekki kosið sjálfa sig. „Það voru tveir flottir kandídatar í alvöru-framboði í þessum kosningum. Í framhaldinu stöndum við síðan öll saman um það sem sameinar okkur - jafnaðarstefnuna.“ Reikna má með því að Anna Pála hafi greitt Sigríði Ingibjörgu atkvæði sitt en hún hafði að því er Eyjan greinir frá fyrr í dag lýst yfir stuðningi við Sigríði Ingibjörgu. Ekki þarf að vera mjög talnaglöggur til að átta sig á því að hefði sá er greiddi Önnu Pálu atkvæði sitt kosið Sigríði Ingibjörgu hefðu atkvæði skipst jafnt 242 - 242. Í ummælum við opna Fésbókarfærslu Önnu Pálu minnir Anna Kristjánsdóttir hana meðal annars á að hún sé framtíðin í Samfylkingunni. Bróðir hennar, Sindri Sverrisson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, slær á létta strengi og bendir á hve afgerandi tap hennar sé. „Gengur betur næst,“ segir Sindri léttur.Post by Anna Pála Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53
Landsfundur Samfylkingarinnar í beinni Fylgstu með formannskjöri Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 15:33
Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42