Mótframboð kom Árna Páli á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2015 12:15 Formaður Samfylkingarinnar segir formannsframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur tæpum sólarhring fyrir landsfund flokksins hafa komið á óvart. Þetta verður í fyrsta sinn sem formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi en ekki af öllum flokksbundnu samfylkingarfólki. Samfylkingin hefur einn flokka haft þá reglu að formaður flokksins sé kjörinn í almennri kosningu meðal allra flokksbundinna félaga í flokknum. Á síðasta landsfundi var hins vegar gerð sú breyting á lögum flokksins að allir flokksmenn væru í framboði og því getur formannskjör farið fram á landsfundinum í dag. Hins vegar er engin leið til smölunar á landsfundinn vegna breyttrar stöðu með framboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þar sem um 800 fulltrúar á landsfund voru valdir fyrir nokkur vikum. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom Árna Páli Árnasyni formanni flokksins síðustu tvö árin á óvart. „Já það gerði það. Ég hafði ekki haft veður af þessu fyrr en hún hringdi til mín klukkan sex í gær,“ segir Árni Páll.Hvernig metur þú stöðuna nú þegar framboð hennar er komið fram? „Ég átta mig ekkert á því og er ekkert að velta því mikið fyrir mér. Ég legg bara mín verk í dóm landsfundarfulltrúa, hef lagt allt kapp á það og passað að þessi flokkur næði vopnum sínum eftir erfiða niðurstöðu í síðustu kosningum. Byggði sig upp og væri áfram breitt afl sem gæti höfðað til fólks með ólíkar skoðanir,“ segir Árni Páll. Sigríður Ingibjörg segist endanlega hafa tekið ákvörðun um framboð sitt í gær en aðdragandinn hafi verið lengri. „Og það er auðvitað þannig að það er alltaf hik á fólki að fara fram gegn sitjandi formönnum. En það var búið að hafa samband við mig síðast liðnar vikur og daga og það var vaxandi þrýstingur. Svo fann ég það bara og hugsaði að það væri sjálfsagt að láta á það reyna hvort að fólk vildi í raun og veru þær breytingar sem doðinn gefur til kynna að það viji. Ég býð mig fram þess vegna,“ segir Sigríður Ingibjörg. Eins og áður sagði var lögum flokksins um formannskjör breytt á síðasta landsfundi þannig að formaður sem vildi halda áfram væri ávallt í kjöri og sömuleiðis allir flokksmenn. Árni Páll segist hafa stutt þá lagabreytingu en vissulega hafi Samfylkingin haft sérstöðu með aðferð sinni til formannskjörs. „Það hefur verið mér ómetanlegur styrkur í starfi að hafa atkvæði flokksmanna á bakvið mig og beint umboða þeirra. Ég hef tekið eftir því að forystumenn annarra flokka hafa öfundað okkur af þeirri sérstöðu,“ segir Árni Páll. „Ég hef aðrar áherslur. Ég er meira inni í kjaramálunum og húsnæðismálunum. Svo vil ég leggja ríkari áherslu á lýðræðis- og réttlætismálin. Þá er ég að tala um stjórnarskrána og kvótamálin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segir að alger samstaða hafi verið um öll þessi mál innan Samfylkingarinnar. „Við höfum verið að beita okkur fyrir úrbótum á sviði húsnæðismála. Barist fyrir því að viðurkennd séu samningsbundin samningsbundin réttindi launafólks og menntakerfið sé opið fyrir alla. Þetta Þetta hafa verið okkar helstu áherslumál að undanförnu. Hvað stjórnarskrána varðar höfum við líka lagt áherslu á það að vilji þjóðarinnar sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu verði virtur,“ segir Árni Páll. Setningarathöfn landsfundar hefst klukkan fjögur og formaður flytur setningarræðu sína klukkan hálf fimm. Að henni lokinni hefst kosning formanns. Niðurstöður eiga að liggja fyrir um klukkan sjö í kvöld. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir formannsframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur tæpum sólarhring fyrir landsfund flokksins hafa komið á óvart. Þetta verður í fyrsta sinn sem formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi en ekki af öllum flokksbundnu samfylkingarfólki. Samfylkingin hefur einn flokka haft þá reglu að formaður flokksins sé kjörinn í almennri kosningu meðal allra flokksbundinna félaga í flokknum. Á síðasta landsfundi var hins vegar gerð sú breyting á lögum flokksins að allir flokksmenn væru í framboði og því getur formannskjör farið fram á landsfundinum í dag. Hins vegar er engin leið til smölunar á landsfundinn vegna breyttrar stöðu með framboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur þar sem um 800 fulltrúar á landsfund voru valdir fyrir nokkur vikum. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom Árna Páli Árnasyni formanni flokksins síðustu tvö árin á óvart. „Já það gerði það. Ég hafði ekki haft veður af þessu fyrr en hún hringdi til mín klukkan sex í gær,“ segir Árni Páll.Hvernig metur þú stöðuna nú þegar framboð hennar er komið fram? „Ég átta mig ekkert á því og er ekkert að velta því mikið fyrir mér. Ég legg bara mín verk í dóm landsfundarfulltrúa, hef lagt allt kapp á það og passað að þessi flokkur næði vopnum sínum eftir erfiða niðurstöðu í síðustu kosningum. Byggði sig upp og væri áfram breitt afl sem gæti höfðað til fólks með ólíkar skoðanir,“ segir Árni Páll. Sigríður Ingibjörg segist endanlega hafa tekið ákvörðun um framboð sitt í gær en aðdragandinn hafi verið lengri. „Og það er auðvitað þannig að það er alltaf hik á fólki að fara fram gegn sitjandi formönnum. En það var búið að hafa samband við mig síðast liðnar vikur og daga og það var vaxandi þrýstingur. Svo fann ég það bara og hugsaði að það væri sjálfsagt að láta á það reyna hvort að fólk vildi í raun og veru þær breytingar sem doðinn gefur til kynna að það viji. Ég býð mig fram þess vegna,“ segir Sigríður Ingibjörg. Eins og áður sagði var lögum flokksins um formannskjör breytt á síðasta landsfundi þannig að formaður sem vildi halda áfram væri ávallt í kjöri og sömuleiðis allir flokksmenn. Árni Páll segist hafa stutt þá lagabreytingu en vissulega hafi Samfylkingin haft sérstöðu með aðferð sinni til formannskjörs. „Það hefur verið mér ómetanlegur styrkur í starfi að hafa atkvæði flokksmanna á bakvið mig og beint umboða þeirra. Ég hef tekið eftir því að forystumenn annarra flokka hafa öfundað okkur af þeirri sérstöðu,“ segir Árni Páll. „Ég hef aðrar áherslur. Ég er meira inni í kjaramálunum og húsnæðismálunum. Svo vil ég leggja ríkari áherslu á lýðræðis- og réttlætismálin. Þá er ég að tala um stjórnarskrána og kvótamálin,“ segir Sigríður Ingibjörg. Árni Páll segir að alger samstaða hafi verið um öll þessi mál innan Samfylkingarinnar. „Við höfum verið að beita okkur fyrir úrbótum á sviði húsnæðismála. Barist fyrir því að viðurkennd séu samningsbundin samningsbundin réttindi launafólks og menntakerfið sé opið fyrir alla. Þetta Þetta hafa verið okkar helstu áherslumál að undanförnu. Hvað stjórnarskrána varðar höfum við líka lagt áherslu á það að vilji þjóðarinnar sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu verði virtur,“ segir Árni Páll. Setningarathöfn landsfundar hefst klukkan fjögur og formaður flytur setningarræðu sína klukkan hálf fimm. Að henni lokinni hefst kosning formanns. Niðurstöður eiga að liggja fyrir um klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira